Tékkið á http://blogg.visir.is/kiddi/archives/28 og sjáiði myndirnar líka!

Biðst velvirðingar á öllum þessum texta. En ég næ aðeins að koma 10% af því sem ég vil til skila með þessu hér fyrir neðan. Undirbúið ykkur bara vel með kaffibolla og bakkelsi.

Þetta var auðvitað bara rosalegt.
Veðrið í ár var miklu betra en í fyrra en það var 30 stiga hiti og sól alla helgina þetta árið.

Fannst line uppið betra í ár en var í fyrra. Skildi ekki alveg afhverju Kanye West var að á aðalsviði hátíðarinnar, en hann er víst kominn út í rafpopp eins og svo margir aðrir. Fór ekki að sjá hann. Ég sá eftir helgina að Danni hafi bent mér á að planta mér í Bedrock á laugardagskvöldið sem ég og gerði - takk fyrir hugskeytið Danni. En það tjald var það lang flottasta, ásamt Global tjaldinu. Nánar að því á eftir.

Við mættum þarna í bongóblíðu á föstudeginum. Eftir að hafa fengið okkur gott að borða ákváðum við að drífa okkur á svæðið. Leigubíll tekin og fimm mínutum síðar vorum við mætt á Global Gathering. Á móti okkur tók íslandsvinurinn hann Joel Zimmermann, aka Deadmau5 með bangin' elektró progg keyrslu og var stemningin mjög góð og virtist hann hafa fólkið nákvæmlega þar sem hann vill það - geggjað á því á gólfinu. Hann átti flott session. Ég var eilítið sár að missa af John Dahlback sem var á undan, en það var nóg eftir. Svo á eftir klikkaða Joel eins og við köllum hann, tók við, enginn annar heldur en bailer Prydz.

Í þennan hálftíma sem ég var á meðan hann var að koma sér af stað varð ég fyrir vonbrigðum. Það var lítið að gerast hjá honum og mér fannst eins og að einhver hefði lækkað í græjunum! Kannski var ég bara orðinn svona ruslaður. En allavega þarna þurfti ég að rjúka og hleypa tveimur inn á svæðið sem að voru seinir á því. Þegar ég mætti til baka þá var Eric Prydz búinn að keyra þetta upp í hæstu hæðir og nagaði ég mig í handarbökin yfir að hafa þurft að rjúka í burtu. Svo virtist sem hann hafi nelgt þetta á þeim tíma sem ég fór. Ætli það hafi verið persónulegt?

Einnig kíktum við á röltið og sáum Sam Sparro á aðalsviðinu. Þetta er upcoming stjarna og virðist vera nokkuð stór þarna í Bretlandi. Þessi er að gera það gott í dans-commercial heiminum í dag.

Þá var komið að meistara Sasha. Í fyrra fannst mér hann bera af og taldi hann þurfa að draga helvíti þétta fjöður úr hattinum í þetta skiptið til þess að toppa það. Viti menn. Sasha kom, sá og sigraði á Global tjaldinu fyrir mitt leiti. Hann tók mig í minn eigin heim (pottþétt eingöngu tónlistin hans, ekki eitthvað annað..) og í ævintýraferð sem ég á seint eftir að gleyma. Hann átti þetta - aftur og ég var illa sáttur.

Tiesto tók svo við og voru flestir í ferðinni okkar á því að hann hafi verið afgerandi bestur. Nú tala ég fyrir sjálfan mig þegar ég segi að hann hafi lítið gert fyrir mig - eins og fyrri daginn. Hann átti fína spretti og hafði allt krádið með sér en ég gat bara ekki fundið mig. Þegar þetta var að gerast ákváðum við svala að kíkja á Dubfire og Sven Vath. En einhverneginn rankaði ég svo við mér uppi á hótelherbergi …

Frábært kvöld afstaðið og allir sammála um að þetta hafi verið einstök upplifun - og allt það besta eftir. Þess má geta að ég missti af Funkagenda, Ame, Locodice, Speakerjunk og Axwell en allt voru þetta artistar sem mig langaði að kíkja á. Í fyrra hljóp ég á milli tjalda, en í ár vildi ég ná heilu syrpunum. Lái mér hver sem vill.

Eftir að hafa hámað í sig góðan morgunmat og sólað sig með Svölu. Tekið miðbæjarrölt á þetta og kíkt á breska markaði. Var ferðinni heitið á svæðið. Við lentum þarna um fjögur leytið og hlupum beint í fangið Martijn Ten Velden sem var klárlega uppáhalds actið mitt fyrir þetta árið sem mig dauðlangaði að sjá. Og hann eisaði þetta. Það virtist fjölga gríðarlega krádið hjá honum. Ég fékk íslendingana til þess að setjast í sólina og kíkja á hann og sáu flestir ekki eftir því. Ég vildi helst ekki fara! Þess má geta að hann spilaði æðislegt remix af Halcyon On On með Orbital (Human Traffic). Ég og Diddi tækluðum flott spor þarna og sá síðarnefndi tók speakerspor á þetta þar sem maður plantar sig fyrir framan hátalara og dansar, og dansar, og dansar og dansar.. og dansar. Brilliant.


Svo tókum við röltið og keyptum okkur meiri bjór sem var ansi vinsæll þessa hátíðina. Þess næst kíktum við á Mark Knight sem var að klára sitt session. Ekki mikið sem kom mér á óvart þar en hann virtist vita hvað hann væri að gera - spilaði útþynnt remix af Higher State sem lagðist vel í fólkið - og mig en þetta er eitt af mínum topp 10 originallinn þaes. Og var svona að reyna pumpa fólkið upp með stöffi sem það þekkti - ekki minn tebolli en þokkalegt engu að síður. Vonbrigði helgarinnar.

Á þessum tíma komu flugvélaofurhetjurnar í “Reds” fljúgandi yfir svæðið og sýndu ótrúlegar listir. Einn af hápunktum hátíðarinnar.

Við Svala ákváðum að hlaupa yfir í Bedrock og sjá Martin Buttrich live. Yndislegur tónlistarmaður og var frábært að setjast niður í þurrt grasið og hlýða á fallega danstónlist. Strákarnir SOS (Desyn, Demi og Omid) tóku svo við af honum og hlupum við að stað nær sviðinu til þess að taka sporið nákvæmlega eins og í fyrra. Sýndist þeir eiga í einhverjum tæknilegum erfiðleikum þar sem þeir hristu hausinn til skiptis - en frábær músík og dansaði ég ekki svona mikið alla ferðina. Hitti þá svo seinna um kvöldið og þeir grátbáðu mig um að fá þá aftur til íslands. Enda æðislegir strákar og skemmtilegustu plötusnúðar sem ég hef komist í kynni við og ég veit að það eru fleiri á sama máli.

Uppáhalds tónlistarmaðurinn í minni “tösku” er án efa Gui Boratto. Hann tók við af SOS með live setti og ég held að ég hafi dottið í nett trans. Hann spilaði allt sitt eðal stöff og ég eiginlega bara missti mig. Sitjandi. Hlustaði á meira af fallegri danstónlist og stökk upp af og til að taka sporið. Þar sem ég hafði heyrt nánast þetta sama sett nýlega úr útvarpsþættinum hans Digweed þá ákvaðum við að taka smá rölt og kíktum á Sander Van Doorn sem var að trylla lýðinn í Godskitchen. Gott hjá honum og fórum við í göngutúr um svæðið áður en við fórum aftur í Bedrock. Francois K, James Zabiela og John Digweed áttu lokaorðið í Bedrock og á hátíðinni sjálfri fyrir mig - þeir voru allir frábærir þó Zabiela hafi komið mér mest á óvart. Hann var töluvert öðruvísi heldur en hann á að sér að vera - sem er gott. Spilaði mjög dröggý progg trance og lagði góðar línur fyrir Digweed sem kom, sá og sigraði hátíðina að mínu mati, ásamt Sasha. Nákvæmlega eins og í fyrra.

Vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu með okkur á hátíðina. Hópurinn var frábær og andrúmsloftið yndislegt. Við kynntumst hressum aðilum allstaðar frá og allir voru með sama markmið. Að skemmta sér vel.

Flex Music ætlar þokkalega að vera með hópferð á næsta árið aftur. Takk fyrir og .. Cheers mate!

kv, fara-r-stjórinn