FLEX MUSIC KYNNIR GLOBAL GATHERING 2008
Í SAMVINNU VIÐ X-IÐ 97.7, ICELAND EXPRESS OG TUBORG
Eftir vel heppnaða ferð, fyrir ári síðan, á eina stærstu danshátíð heims hefur Flex Music í samstarfi við X-ið 977 ákveðið að efna til hópferðar á Global Gathering í Bretlandi. Fjöldi íslendinga lögðu leið sína á þessa hátíð í fyrra og virðist sem enn fleiri muni fara þetta árið. Flex Music í samvinnu við X-ið 97.7 efnir til hópferðar með Iceland Express og verður lagt af stað á föstudeginum 24. júlí næstkomandi. Þegar til London er komið mun verða tekin lest sem flytur hópinn til Stratford sem staðsett er norðan við Long Marston flugvöllinn sem er svæði hátíðarinnar. Í fyrra komu um 70.000 gestir á hátíðina og fer þeim fjölgandi ár frá ári.
Margir af stærstu tónlistarmönnum- og plötusnúðum heims koma fram á þessari hátíð. Má þar á meðal nefna Carl Cox, Tiesto, Deadmau5, Dubfire, Eric Prydz, David Guetta, 2 Many DJs, Ferry Corsten, John Digweed, Sasha og svo mætti lengi telja. Á þessu ári hefur verið ákveðið að stækka fjölbreyttan hóp listamanna sem koma fram á má þar á meðal nefna Kanye West, Moby, Etienne De Crecy, Roisin Murphy og Mark Ronson sem koma fram á stóra sviði hátíðarinnar.
Tónlistarmenn- og plötusnúðar sem koma fram á Global Gathering 2008
Kanye West (Live), Moby (Live), Armin Van Buuren, Tiesto, Erick Morillo, David Guetta, Above & Beyond, Ferry Corsten, John Digweed, 2ManyDJs, Sasha, Eric Prydz, Eddie Halliwell, Roger Sanchez, Sven Vath, Sander Kleinenberg, James Zabiela, Dubfire, Felix Da Housecat, Nic Fanciulli, Sander Van Doorn, Axwell, Fedde Le Grand, Etienne De Crecy (Live), Deadmau5, Locodice, Mylo, Tom Novy, Stanton Warriors, Scratch Perverts, Markus Schulz, Judge Jules, Steve Lawler, Plump DJs, Lisa Lashes, Tidy Boys, ATB, Andy C, Hixxy & MC Storm, The Shapeshifters, Sandy Rivera, Krafty Kuts, Funkagenda, Dirty South Herve, Sean Tyas, The Freestylers, Tayo, AME, Paul Woolford, Proteus, Amber D, Micky Slim, Mark Eteson, Paul Thomas, Killa Kella (Live), Gui Boratto, S.O.S (Desyn Masiello,Demi,Omid 16b), Martin Buttrich, Utah Saints , A-Skillz, Friction, Hype, Samim, Yuksek, Brodinski, Trophy Twins.
Skráning í hátíðina fer fram á flex@flex.is og kostar ferðin 70.000 krónur. Innifialið er íslensk farastjórn, gisting á svæði, flug og VIP miði á hátíðina. Ef hótel er óskað bætist 30.000 við fyrir þriggja manna herbergi.
Við skráningu þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og símanúmer. Greiða þarf fyrir allt gjaldið fyrir 15. júlí. Nánari upplýsingar eru sendar í pósti um leið og skráning berst.
UPPHITUN FYRIR GLOBAL Á NASA LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 19. JÚLÍ MEÐ ADAM FREELAND
Í SAMVINNU VIÐ HUGSANDI DANSTÓNLIST, X-IÐ 97.7, ICELAND EXPRESS OG TUBORG
Adam Freeland er tónlistarmaður og plötusnúður sem tilnefndur var til Grammy verðlauna árið 2007. Tónlistarmenninrnir Sasha, Digweed, Carl Cox og Chemical Brothers hafa lofað Adam Freeland hástert í gegnum tíðina. Hann hefur endurhljóðblandað lög fyrir hljómsveitir á borð við The Doors, The White Stripes, The Prodigy, Marilyn Manson og Nirvana. Adam Freeland hefur til að mynda framleitt lög fyrir sjónvarpsþáttinn CSI: New York sem og Playstation tölvuleikinn Jucied 2. Á sama tíma setti hann saman eina af nýjustu afurðum Global Underground sem ber heitið Mexico City og var númer 32 í seríunni. Þessi ótrúlegi plötusnúður hefur spilað á stöðum sem spanna Bejing til Glastonbury og Dubai. Þess má geta að hann túraði með M.I.A., MSTRKRFT og Justice í Ástralíu í fyrra.
Adam Freeland er vel þekktur fyrir blöndu sína af skítugu elektró fönki í bland við seiðandi hljóm rokktónlistar. Aðdáendur hans eru flokkaðir sem Ed Banger elektró frík, breaks nördar og meira að segja techno/progressive hlustendur þar á meðal. Undanfarið hefur hann til að mynda unnið mikið með hina svokölluðu nu-rave tónlist sem flestir tengja við Daft Punk. Til að fylgja eftir þremur frábærum útgáfum af lögunum “Hate” eftir samnefndri smáskífu, “Wheres Your God Now” og “Glowsticks” hefur Adam Freeland fundið tíma og ákveðið að koma til Íslands þrátt fyrir þétta dagskrá út árið. Hann kemur fram á klúbbakvöldi Flex Music og Hugsandi Danstónlistar á NASA þann 19. júlí næstkomandi. Ásamt honum koma fram Ghozt, Impulse og Hr. Jones sem eru drífandi plötusnúðar í danstónlistarmenningu klakans. Þú vilt ekki missa af þessum viðburði.
Forsala miða fer fram í Mohawks á Laugavegi. Miðaverð forsölu aðeins 2.000.- Forsala hefst föstudaginn 04. júlí
Aðgangseyrir ókeypis fyrir þá sem fara í Global ferð Flex Music og X-ins 97.7.
Athygli er vakin á því að einnig verður hitað upp í klúbbaþættinum Flex sama kvöld. Sérstakur Adam Freeland special þáttur.
Hægt er að hlusta í beinni á Flex.is
NÁNAR UM FERÐINA Á GLOBAL GATHERING 2008
Uppákoma: Global Gathering í Bretlandi (Long Marston Airfield í Stratford). Á svæðinu verða um 80.000 gestir og 250 plötusnúðar og listamenn.
Skráning: Senda póst með nafni, kennitölu, heimilisfangi og síma á flex@flex.is
Nánari upplýsingar
Kristinn Bjarnason flex@flex.is s: 861 5090
Global Gathering www.globalgathering.co.uk
X-ið 97.7 www.x977.is
Flex Music www.flex.is