Viltu eignast miða á Sonar í Barcelona? Það verður nóg um að vera í næsta klúbbaþætti Flex að þessu sinni.

Í þættinum á laugardagskvöldið mun Flex Music í samvinnu við tímaritið Monitor gefa tveim heppnum hlustendum þáttarins aðgöngumiða á eina af flottustu teknó hátíðum heims. Það er Sonar hátíðin í Barcelona. Hægt er að lesa nánar um hátíðina á Monitor.is - endilega fylgist vel með.

Einnig verða gefnir miðar á David Guetta og Gus Gus í Laugardalshöllinni. Nokkrir heppnir hlustendur fá miða á þennan stórviðburð í sögu klúbbatónlistar á Íslandi. Mánudaginn 16. júní fer hann fram og er miðasala á Midi.is og í verslunum Skífunnar og BT.

Mikið af nýrri tónlist mun heyrast i þættinum. Efni frá mönnum eins og Sebastien Léger, Dada Life, Tigerskin, Robbie Rivera, Gui Boratto, Ricardo Villalobos, Shlomi Aber mun heyrast í þættinum. Flex mun sömuleiðis frumflytja nýtt lag þar sem Dubfire og Oliver Huntemann snúa bökum saman og framleiða einn svakalegasta Ibiza thriller sem sögur fara af og nefnist hann Diablo.

Gestaplötusnúður þáttarins er Eyvi.

Hlustaðu í beinni á Flex.is eða stilltu á X-ið 9.77 næstkomandi laugardagskvöld á slaginu 19:00.