Úr fréttatilkynningu:

———————————

Smirnoff, Party Zone og Rás 2 kynna:



Goðsögnina frá Detroit



CARL CRAIG

á Party Zone kvöldi

Föstudagskvöldið 27. júní á Tunglinu



Einnig: Orang Asli ( Live), Alfons X + Casanova ( b2b DJ Set)

Gleðin hefst stundvíslega kl 23:00





—————————————————-
Miðaverð: Forsölumiðar í takmörkuðu magni á 1900 kr.
Miðasala á www.midi.is og í verslunum Skífunnar.
Einnig forsala í G-Star Laugavegi*
—————————————————-
þeir sem kaupa miða í G-Star fá eintak af nýja “Dansa Meira” disknum.





Nú er komið að því!. Okkur hefur loksins tekist að fá hann til landsins aftur, sjálfan Carl Craig sem verður að teljast einn af upphafsmönnum danstónlistarinnar eins og við þekkjum hana. Ennþá eldheitur, fáránlega heitur, eftir 20 ára feril í danstónlistinni.

Hann hóf ferilinn í hinum mikla suðupotti Detroit borgar í lok níunda áratugarins þegar hann starfaði með sjálfum Derrick May að nokkrum af þeim lögum sem í dag teljast meðal upphafslaga house tónlistarinnar. Hann hefur verið snillingur í að dansa línudans milli hústónlistarinnar og detroit teknósins. Enginn listamaður hefur átt jafn mörg lög á listum Party Zone í gegnum tíðina hvort sem listarnir eru TOP 20 listi mánaðarins, all time listinn eða árslistar þáttarins. Hann hefur einu sinni átt topplag ársins í þættinum, árið 1994 þegar Throw með Paperclip People sigraði með yfirburðum, en það listamanns nafn er eitt af fjölmörgum alter ego listamannsnöfnum sem hann hefur notað.

Hvert einasta ár síðan þá hefur hann alltaf látið eitthvað að sér kveða og í dag er hann goðsögn í danstónlistarheiminum. T.d. átti hann breiðskífu ársins í PZ árið 2002 þegar samsuðu verkefnið hans “The Detroit Experiment” lenti á toppnum.

Hann er ótrúlega skapandi og súpertöff ennþann dag í dag. Síðasta ár til að mynda átti hann hvert snilldar remixið á fætur öðru sem tryllti lýðinn hér heima og erlendis. Nægir að nefna lögin sem komust á árslistann, remixið hans af LCD Soundsystem laginu Sound Of Silver, remixið af Faze Action In the Trees og síðan snilldarendurhljóðblöndun hans á Tony Allen laginu Kilode. Hann hefur notað hin ýmsu listamannsnöfn í gegnum tíðina, t.d. Paperclip People, C2, 69, Innerzone Orchestra, Psyche ásamt auðvitað Carl Craig nafninu. Carl Craig hefur verið mjög trúr sinni heimaborg og verið í forystusveit teknó og hússenu Detroit borgarinnar síðustu tvo áratugi. Hann hefur haldið úti plötufyrirtæki sínu Planet E ásamt því að setja upp mjög stórar tónlistarhátíðir þar í borg (t.d. Detroit Electronic Music Festival (DEMF) þar sem yfir milljón manns mættu árið 2000.).
Þegar við fengum sendan lista yfir útgáfur og endurhljóðblandanir sem hann hefur komið að þá féllust okkur hendur því hann er 5 blaðsíður í smækkuðu letri…allveg magnaður ferill hjá kappanum.


Hann hlakkar mikið að koma hingað aftur en hann kom hingað síðast fyrir 11 árum síðar og spilaði einmitt DJ sett í Party Zone þegar við vorum á Xinu. Hann hyggst njóta þess að koma hér að sumri til og tók það sérstaklega fram að hann langaði í Bláa Lónið aftur og að heimsækja barinn sem hann hékk á þegar hann var hér síðast, sjálfan Kaffibarinn.

Hann er á fullu þessa dagana að fylgja eftir útgáfu safndisksins Carl Craig: Sessions sem kom út í síðasta mánuði en á honum má finna lög frá löngum og farsælum ferli hans, bæði hans eigið eða frægar enduhljóðblandanir. Einnig er að finna á henni nýjar endurhljóðblandanir á hans eigin lögum sem er náttúrulega gull fyrir aðdáendur kappans. Eftir stutt stopp hér heldur hann til Oslo þar sem hann mun koma fram sömuleiðis.





Ýmsir hlekkir:

www.pz.is (heimasíða Party Zone, dansþáttar þjóðarinnar)

http://www.myspace.com/carlcraig (myspace síða kappans)

http://is.wikipedia.org/wiki/Carl_Craig (íslensk færsla um kappann á Wikipedia)

http://www.allmusic.com/cg/amg.dll?p=amg&sql=11:avfwxqrgldke~T1 (allt um kappan, af AMG)

http://www.myspace.com/orangasli (Orang Volanti)





Meira um kvöldið:


Við ákváðum að stilla upp tveimur atriðum með honum, Orang Asli dúóið mun koma fram live í fyrsta skipti á þessu kvöldi, og matreiða house og techno ofan í viðstadda. Piltarnir ætla að tjalda öllu sem er, og flestir græjunördar vildu eflaust eyða nótt með hljóðgerflunum sem þeir hyggjast nota. Orang Asli skipa þeir Asli og Orang Volante, sem báðir áttu lög inn á topp 10 á árslista Party Zone fyrir árið 2007. Þeir hafa spilað talsvert saman og undanfarið hafa þeir gefið út tónlist sína víða um Evrópu.

Síðan fengum við menn sem eru hoknir af reynslu og vita algerlega hvað er í gangi þetta kvöld og eru fullkomnir snúðar til að hita upp fyrir kappann. Það eru þeir Casanova og Alfons X (aka Árni E) sem munu taka DJ sett bak í bak eins og þeir gerðu fyrir Tiefschwarz fyrir all mörgum mánuðum síðan.



Við viljum auðvitað minna á Party Zone á næstunni þar sem við munum hita vel upp fyrir þennan atburð. Við höfum haldið þá nokkra en það er langt síðan við höfum verið að missa okkur svona úr spenningi.

Heyrst hefur að það verði haldið forpartý á góðum stað fyrr um kvöldið.