Smirnoff og Party Zone í samvinnu við Nakta Apann kynna:
Partyröðina Dansa Meira í sumar.
Á laugardagskvöld verður fyrsta Dansa Meira kvöld sumarsins á Kaffibarnum en það er röð samkvæma sem Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone, stendur fyrir í þriðja sumarið í röð. Tilgangur þessara samkvæma er afar einfaldur, Dansa Meira á litlu stöðunum. Party Zone hreiðrar um sig á litlu stöðunum í sumar og verður Kaffibarinn höfuðvígið en einnig munu Dansa Meira partýin færa sig á Barinn, B5 og til Akureyrar. Sem fyrr verður partýdiskur sumarsins settur saman af þessu tilefni, Dansa Meira Vol.3, og gefinn til gesta og dansandi á Dansa Meira kvöldunum í sumar.
Á laugardaginn kemur verður fyrsta “Dansa Meira” partý sumarsins. Það verður nýjasta og delalegasta snúðadúóið í bænum sem ætlar að framleiða stuð, þeir Helgi Már og Andrés Nielsen undir nafninu Már og Nielsen. Það er tilvalið að þeir ríði á vaðið þar sem þeir setja sömuleiðis saman Dansa Meira Vol.3 diskinn sem fer í dreifingu þetta saman kvöld.
Það verður því Dansað Meira á Kaffibarnum á laugardagskvöldið. Stuðið hefst óvenjusnemma þar sem styrktaraðilarkvöldsins hyggjast byrja að sturta í liðið kl 22:00 og vinir og stuðfélagar Kaffibarsins og Party Zone mæta til að fá nú örugglega sitt danspláss á Kaffibarnum þetta kvöld. Það má gera ráð fyrir algerum troðningi á þessu einu mesta djammkvöldi ársins. Ekki verra að Már og Nielsen sjái um ruglið… þar sem þeir hafa verið að spila Rrrúst kvöldum Kaffibarsins undanfarna mánuði og hafa gríðarlega næma tilfinningu fyrir stuði enda hoknir af reynslu.
Eins og áður kemur Dansa Meira Vol.3 út þetta sama kvöld verður dreift um kvöldið til allra sem Dansa Meira. Dansa Meira kvöldin verða síðan með reglulegu millibili í sumar og hefur þegar verið bókað annað partý á barnum á Jónsmessunótt. Erlendir gestir eins og DiskJokke, Aeroplane og Rob Fox hafa þegar heimtað gigg í þessum samkvæmum. 
Nánar á www.pz.is og www.myspace.com/mypartyzone.