Okkur í Dansþætti þjóðarinnar munum reyna að smella inn dagskrá þáttarins hér svona endrum og sinnum. Við minnum á vef þáttarins www.pz.is þar sem hægt er að nálgast lagalista þáttarins, þáttinn sjálfan á mp3 formi, gerast áskrifandi að elsta fyrsta íslenska podcastinu og fylgjast með því helsta sem er að gerast hjá okkur í þættinum.

Msn þáttarins, póstlisti og emeill er partyzone@vortex.is.

3.maí.
Maímánuðurinn hófst með stæl þar sem Orange Volante kom í löngu tímabæra heimsókn og spilaði eðal stöff, þar á meðal nýtt eigið efni. Það var núna á laugardaginn síðasta, þann 3.maí. Nú síðan tilkynntum við að Dansa Meira kvöldin verði á ný í sumar eins og síðustu sumur. Að síðustu tilkynntum við um komu [ b] Carl Craig hingað til lands.


10.maí.
Ásamt endalausu nýmeti og fersku sumarpartýstöffi sem við erum að drukkna í þessa dagana þá kemur einn heitasti plötusnúður borgarinnar í heimsókn, DJ Casanova.

17.maí.
Party Zone listinn, Top 20 fyrir Maí mánuð.

24.maí.
Hið árlega Eurovision frí þáttarins. Hins vegar verður fyrsta Dansa Meira kvöld sumarsins haldið á Kaffibarnum þetta kvöld og þ.a.l. fer nýji dansa meira diskurinn í dreifingu.

31.maí.
Alfons X, er kominn úr árslöngu orlofi og verður gestur þáttarins. Mjög spennandi heimsókn í vændum þarna.

6.júní.
Fyrsti þáttur júnímánaðar verður eðlilega algert “summer” monster. En það sem meira er að sett kvöldsins verður í höndum Gísla Galdurs. Það er náttúrulega hneyksli að þessi frábæri snúður sé að debutera en svoleiðis er það nú bara.

Þetta er allavega málið gott fólk. Minnum líka á nýjung frá okkur sem er fimmtudagsfiðringurinn en það er 5 laga podcast sem við setjum á vefinn á fimmtudagskvöldum til að minna á okkur og starta helginnni. Lagalisti og smá comment um settið er að finna á síðunni okkar.

kveðja,
Party Zone.