Er ekki vaninn að gera upp árið sem var að líða? hvað fannst fólki skemmtilegasta platan á árinu? kvöld ársins? vonbrigði ársins? lag ársins? hvað var fólk að fíla á árinu?
Ég get ekki sett svo margar breiðskífur þar sem ég keypti lítið af þeim, keypti aðallega 12“.
En af því sem ég kynnti mér féllu Röyksopp mjög vel í kramið hjá mér, enda góður gripur þar á ferð.
Ég hlustaði líka slatta á Ruxpin - Radio, kom hún kannski út 2000?
Mest hlustaði ég samt á Zero 7 - Simple Things. Varla raftónlist þar á ferð, en ótrúlega vel útfærð blanda á góðri rólyndistónlist.
Vonbrigði ársins voru að mínu mati Daft Punk! Ég er bara ekki að fíla þá lengur.
Einnig eru basement jaxx ennþá mikil vonbrigði (það bjó svo mikið í þeim í byrjun), þeir áttu þó góða spretti í ”where's your head at“ sem inniheldur þennan fína grodda bassa (lagið í heild sinni finnst mér samt ekkert sérstakt).
Lag ársins hjá mér verður að vera Rui Da Silva - Touch Me. Þó að mér finnist það kannski ekki vera besta lag ársins vakti það bara svo mikil viðbrögð alltaf þegar ég spilaði það að ég get bara ekki sagt annað en að það sé lag ársins. Topplag sem byrjaði sem Danny Tenaglia anthem en náði svo ”commercial" vinsældum.
Önnur lög sem höfðu mikil áhrif á mig á árinu eru:
Moogwai - The Labyrinth
Minimalistix - Struggle For Pleasure (Filterheadz mix)
Trancesetters - Synergy (öll mixin!)
Solid Sessions - Janeiro
Adam Dived - Deep Inside
Dave Kane - Clarkness (Slacker Remix)
Silicone Soul - Right on, Right on (veit að það kom út fyrst út árið 2000, en það kom aftur út 2001 og ég heyrði það ekki fyrr en þá!
Pépé Braddock - Deep Burnt (kom það kannski líka út 2000?)
Slam - Lifetimes
Sasha & Emerson - Scorchio (Sander Kleinenberg remixið)
og ég gæti haldið áfram.
Kvöld ársins finnst mér vera heimsókn meistara Digital til landsins þar sem hann tætti og tryllti á Astro!
Þetta var frábært ár! Sérstaklega sumarið!!
Svo ég segi aftur Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!
Góðar stundir.