enda hefur Ingolfstorg aldrei virkað. Gamla hallærisplanið varð enn hallærislegrasegir Dagur. :að eru því engar líkur á að minnihlutinn í borginni geri neitt til að mótmæla þessum áformum. Það á semsagt að rífa allt klabbið niður nema gamla front hússins sem á að flytja fyrir stórfé útá torg en salurinn fær að fjúka.
Mér er gjörsamlega skil ekki hvernig borgarfulltrúum okkar dettur í hug að rífa einu almennilegu tónleikaaðstöðu okkar af þessari stærðargráðu niður fyrir enn eitt hótelið! Það eru ekki nema 2-4 staðir sem er raun hægt að halda tónleika annarstaðar í miðbænum. Organ, Dillon, þjóðleikhúskj,Gaukurinn sem hefur enn ekki náð sömu hæðum og hugsanlega fl sem mér dettur samt ekki í hug núna. Hvernig á td núna að rúma tónleikaviðburði á borð við Iceland airwawes sem er einhver stærsti túristasegull ársins fyrir Ísland. Það er verið að þrengja enn meira að upprennandi sem og þaulreyndum hljómsveitum og dj'um sem vilja koma sér á framfæri, vera með útgáfutónleika eða bara að spila á tónleikum af sæmilegri stærðargráðu (lets face it, það er ekkert hver sem er að fara að fylla Laugardals eða Egilshöllina)
Ég veit ekki betur en að það séu tónleikar þarna nánast hverja helgi fyrir fullu húsi og hafa verið frábærir erlendir dj'ar sem hafa hreinlega flætt hingað til lands síðastliðið ár og því er ekkert að fara að linna. Rokk, Popp og sveitaballahljómsveitir hafa verið að halda tónleika þarna með góðum árángri og ég er viss um að flestir eigi virkilega góðar og skemtilegar minningar frá þeim óháð aldri eða kynslóð því að Nasa hefur boðið uppá mjög fjölbreytta tónleikaskemtanir sem hafa hentað öllum! Þessvegna getur það ekki verið að þetta standi ekki undir sér og vel það! Það sem mér verst er að það mun ekkert koma í sama staðli í staðinn. Tónlistarhúsið mun vera alltof stórt, alltof fancy og alltof dýrt til að annast tónleika og tónlistarmenn af þessari stærðargráðu og meira hugsað undir einhverja stórtónleika eða annað, allavega er þetta hús bara slæm hugmynd að mínu mati.
Þannig að ég vitni í nokkra aðila sem voru jafn sjokkeraðir og bara bálreiðir yfir þessari vitleysu þá ætla ég að taka bara nokkur dæmi:
Páll Óskar:
Ég fékk sjokk þegar ég heyrði af þessu . Auðvitað vil ég ekki að Nasa verði rifið. Ok, ef það á að rífa þetta og byggja hótel vil ég rétta upp hönd og spyrja: Hvernig væri að sjá stóru myndina? Túristar ekki að koma hingað bara til að sjá Gullfoss og Geysi!
Þetta finst mér MJÖG góður punktur hjá Palla og kominn tími á að þetta lið fatti að næturlíf íslendinga sem og það að Ísland er svakalega mikið inn sem litla tónlistar landið sé að draga mun fleirri túrista til landsins heldur en sú úrelta hugmynd um að allir í heiminum vilji (með fullri virðingu fyrir okkar gersemum) sjá einhvern óvirkan drullupoll sem gýs ekki lengur og foss! Ég fer virkilega oft í bláa lónið og lendi oft á chatti við túrista bara í daglegu lífi og spyr þá um hvað leiði þá til landsins. Stærstur hluti (sérstaklega ungs fólks) er það næturlífið en pæla lítið í gullhringnum þótt þau geri eflasut fleirra.
Páll Óskar bendir líka á staðinn sem atvinnuskapandi fyrir starfsfólk staðarins sem og tónlistarmennina, hann skapar líka góðar tekjur fyrir borgina og segir að lokum :
Þetta er vagga síðustu ára í rvk. Hvað hafa mörg kærustupör kynnst þarna?
Óli Palla var heldur ekki sama um þetta hann segir Tonlistarmenn á borð við Björk og Sigurrós ein og sér mun frægari en Ísland og sé þeim í raun mjög mikið að þakka kynning Íslands. Útlendingum finst landið töff og þekkja það sem mikið tónleikaland með Iceland Airwaves, góða tónlist og fl í fararbroddi. Hann gagnrýnir að ekkert skuli koma í staðinn og að honum sé miklu meira annt um þetta hús heldur en nokkra ''niðurnídda timburkofa á laugarveginum''
Sammála þessu og líka því að það hefði alveg mátt reisa annan tónleikastað óháð því að Nasa yrði rifinn í staðinn fyrir annaðhvort staðina sem brunnu eða þau hús sem var verið að kaupa núna fyrir fleirri hundruð milljónir króna.
Að lokum segir Ingibjörg Örlygsdóttir sem ég er ekki alveg klár hver er á en reikna með að hún sé sú sem er með leigusamninginn á Nasa:
Að það séu sjálfsagt mistök að hafa ekki friðað salinn enda með mikla sögu og þetta sé ekki bara einhver djamm-kofi
Nú vil ég að sem flestir láti í sér heyra meðan þeir geta áður en borgin keyrir þetta í gegn og síni íslenskum tónlistar áhugamönnum þá óvirðingu að tala ekki við kóng né prest! Sjálfur ætla ég að reyna að ná sambandi við Gísla Martein eða talsmann hans og koma mótmælum mínum (og annara) á framfæri. Ekki væri verra ef einhver tæki sig til og gerði undirskriftalista gegn þessu.
Ég ákvað að senda inn þessa grein inná bæði danstónlist og rokk áhugamálið því þetta á heima á báðum stöðum og í raun fleirri.Ég er ekki góður penni og biðst afsökunnar á stafsetningarvillum eða ef þetta sé illa sett upp. Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þetta sem grein er að ég vil að flestir sjái þetta en týnist ekki í korkaflóðinu eins og gerist oft. Líka því að ég sá að enginn hafði einusinni minst á þetta hérna og kom það mér mjög á óvart. Vonandi verður þetta samþykt annars bið ég um að þetta verði fært í korkana.