Ég fór allt í einu að hugsa um raftónlist og Músíktilraunirnar. Fyrir mörgum árum voru bara bönd eins og Bootlegs og Sororicide. Svo voru bönd eins og Maus og Botnleðja, og Hi-Fly og eitthvað D'n'B tracker dót, svo Tríó Óla Skans, og svo bara Mínus og harðara rokk og virðist hafa verið þannig síðustu árin…
Nú er ég alls ekki að setja út á hina og þessa tónlistarstefnu - ég er bara að velta því fyrir mér hvort það verði þannig í framtíðinni að Músíktilraunir verði áfram ‘órafmagnaðar’.
Raftónlistarkeppni Huga var náttúrulega snilld. Maður gat (loksins) fengið að hlusta á allt frá algjöru krappi yfir í algjöra snilld og það virtist vera nóg af fólki að gera góða músík.
Málið er að mér finnst eins og raftónlistarfólk vilji ekki (eða þori ekki?) lengur taka þátt í Músíktilraunum af því að það eina sem er í gangi þar er rokk. Ég átta mig á því að Músíktilraunir eru, þrátt fyrir upprunalegan tilgang, ansi mainstream keppni, og af þeim sökum er meginhluti þátttakenda að bæta engu við ‘flóruna’.