Sub Focus er á góðri leið með að verða eitt stærsta nafnið í drum n bass senunni. Sumir hafa
gengið svo langt að kalla hann næsta Andy C og honum hefur verið líkt við Pendulum enda er soundið hans mjög svipað Pendulum soundinu.
Sem unglingur var hann í hljómsveit og fór svo að sampla og pródusa í tölvu þegar hann var 13 ára gamall. Tónlist sem hafði áhrif á hann kom úr öllum áttum en helst var það rokk, techno og alls kyns experimental electro.
Hann byrjaði útgáfuferilinn á 12“ á Frequency sem Andy C gaf út eftir að hafa fengið demo CD frá vinum hans. Eftir nokkrar 12” á Frequency og Infrared kom svo fyrsta 12“ hans á RAM Records, útgáfufyrirtæki Andy C, árið 2005. Lagið X-Ray varð eitt stærsta lag ársins og komst m.a. í útvarpsspilun í Bretlandi. Í kjölfarið var hann beðinn um að remixa hið ódauðlega Prodigy Smack my bitch up um leið og Pendulum remixuðu Voodoo people. Fleiri lög sem vert er að minnast á eru Frozen solid, Special place og Citizen Kane. Airplane er eitt af stærstu lögunum hans ásamt X-Ray sem breakbeat.is hafa verið duglegir við að spila.
Sub Focus er fastagestur á öllum helstu klúbbunum í London eins og Fabric, The End, ofl en hann hefur einnig spilað út um alla Evrópu og í Bandaríkjunum.
Um þessar mundir er hann að vinna að fyrstu plötunni sinni sem er væntanlega á þessu ári. Gólfatryllirinn TIMEWARP kemur svo á 12” í næsta mánuði þannig að 2008 lítur út fyrir að vera árið sem Sub Focus stimplar sig inn sem einn af þeim bestu.
Info
Sub Focus á MySpace
Bókanir
Útgefin lög
Tóndæmi
Viðtal og lög af plötunni
X-Ray
TIMEWARP
Special Place
Frozen Solid
Sub Focus Breezeblock mix 2005
Sub Focus @ Bournemouth Operahouse 2008