Í boði centerhotels Plaza, Papinos og Ofur hljóðkerfis
Dömur og herrar, búist er við komu hins franskættaða dansmanns Dj FEX föstudaginn 8. febrúar, en hann mun koma á vegum Barcode í tilefni eins árs afmælis Barcode. FEX ætlar að koma hingað og spila fyrir okkur sálarfulla tekknó-, hús- og aðra dansmúsík í hinum glimrandi skemmtiklúbbi Organ..
Ykkur að segja var Fex leiður og hvekktur þegar hann sat á bekk á CDG flugvelli Parísarmanna þann 14. desember síðastliðinn og beið og beið og vonaðist eftir góðum flugfregnum frá Íslandi..
en allt kom fyrir ekki, í fyrsta skipti í háa herrans tíð bárust fregnir af því að allt flug lægi niðri vegna mestu óveðra í seinni tíð hér á klakanum. við vonum að flugmenn Icelandair verði nógu hugrakkir til að fljúga þann 8. febrúar.
Dj FEX, öðru nafni Farid Boudinar byrjaði feril sinn í litlum technoklúbbi (L’Ilnox) í Tours, Frakklandi árið 1994. Sama ár opnaði hann plötubúð og byrjaði með vikulegann útvarpsþátt á lítilli útvarpsstöð, þar sem hann spilaði nýútkomið efni í House og Techno geirunum
Árið 1998 færði hann sig um set til Parísar og varð fljótlega fastaplötusnúður í nokkrum stæstu og goðsagnakenndustu partíum Parísarborgar: « House of Legend », « Diskotek » « Club BPM » á heimsfræga næturklúbbnum L’enfer, svo og í « Scream » á L’Elysée Montmartre….
Fyrsta lagið sem hann gaf út (Indie Walk) gerði hann ásamt vini sínum Dj Phantom, en það var valið þemalag Frönsku Techno göngunnar árið 2002, lagið seldist í yfir 50 þúsund eintökum og var valið í um 50 mixtape og safndiska.
Þrátt fyrir auknar vinsældir náði ekkert að breyta stílnum hans, sem einkennist af House tónlist einhverstaðar á milli Minimal og Techno, þar sem hughrif og dulúð svífa yfir vötnum, plötusnúðastíll Dj FEX svipar til lagasmíða hans; original, underground og töff.
Kappinn hefur gefið út hjá virtum útgáfum: Serial, Brique Rouge, Hypnotic, Dessous, Visitor, Gourmet, Systematic, Dance Electric, Kling Klong, Great Stuff… ekki ónýt nöfn þar.
Robotronic, nýja útgáfufyrirtækið hans var stofnað árið 2005, það er eitt það besta í Frakklandi um þessar mundir, en það hefur gefið út lög og remix eftir Marc Romboy, Djinxx, Alexander Maier, FEX sjálfan og það má búast við að það bætist all hressilega við þennan lista í nánustu framtíð.
Í dag er hann fastaplötusnúður í Kings partíunum sem slegið hafa í gegn á Mix Club í París, og hann var valinn til að mixa seinasta mixdisk sem klúbburinn gaf út, Mix Club vol. 3. Á þeim frækna klúbb hefur hann spilað með köppum eins og Sven Vath, John Acquaviva, Moby, Danny Howells, Marc Romboy, Deep Dish, Slam, Pete Tong, Paul Woolford…
Við í Barcode höfum fylgst með þessum gæðapilti um nokkurt skeið, eða frá því hann gaf út lagið Misterious Conversations á þýska hágæðalabelinu Dessous í apríl 2005, síðan hefur komið hvert gæðastykkið á fætur öðru og því ekki skrítið að þvílík eining hafi náðst um að flytja hann inn innan höfuðstöðva okkar. Að okkar mati er hann fullkominn kandídat í að kynna þá stefnu danstónlistar sem er okkur best að skapi. Það má til gamans geta að Barcode náði tali af Marc Romboy sem spilaði hér á árslistakvöldi Partyzone í janúar við mikla kátínu viðstaddra, og sagði Romboy við það tilefni að Dj FEX væri einn allra besti plötusnúður sem hann hefði nokkurntíma spilað með.
Mixið (linkurinn) hér að neðan hefur að geyma lög og remix eftir F.E.X. endilega kynnið ykkur kappann, en besta leiðinn til að upplifa F.E.X. er samt sem áður að sjá hann á klúbbi.
FEX tracks
Dömur og herrar, dansmenn og aðrir menn.. Dj FEX á Organ 8. feb. Komdu og taktu þátt í gleðinni, hristum saman bossana umvafin músík í hæsta gæðaflokki, á skemmtistað í hæsta gæðaflokki.
það mun kosta litlar 1000 krónur fyrir klukkan eitt, en 1500 eftir það.
20 ára aldurstakmark og við byrjum ekki seinna en hálf tólf.
Dans er lífið.
Barcode
dansspor.is
Barcode
Dj FEX
Centerhotels Plaza
Papinos pizza
Ofur hljóðkerfi