Techno.is kynnir Benny Benassi 2.febrúar.
Techno.is kynnir Benny Benassi á vetrarhátíð Techno.is laugardagskvöldið 2. febrúar næstkomandi. Haldnar verða tvær sýningar, fyrir 16 - 20 ára og síðan eldri sýning er fyrir 20 ára og eldri. Yngri sýningin stendur frá kl. 20:00 til 23:30. Ásamt Benny Benassi koma fram Dj Exos og Dj Sindri BM. og er miðaverð kr. 2.500. Eldri sýningin byrjar kl:00:30 og fram koma Benny Benassi, Exos og Plugg'd. Miðaverð er kr. 2.500. Forsala aðgöngumiða hafðist í dag, mánudaginn 7. janúar, í Jack and Jones Kringlunni og Smáralindinni. Takmarkaður fjöldi miða er í forsölu.


Benny Benassi, réttu nafni Marco Benassi er fæddur í Milanó borg þann 13. júlí árið 1967. Benny hefur verið einn sá allra mest áberandi í danstónlistarheiminum undanfarin ár. Hann hefur gefið út mikið af efni á sínu eigin nafni sem og með frænda sínum Alle undir nafninu Bring the Noice!. Hann hefur einnig remixað nöfn á borð við Tomcraft, Electric Six, Outcast, Robbie Riviera, Goldfrapp, Felix da Housecat, Moby, David Guetta og Public Enemy. Benny hefur gefið út eina plötu undir nafninu Benny Benassi (Hypnotica) og tvær undir verkefninu Benassi Bros (Pumphonia og Phobia).

Þegar Benny gaf út lagið ‘Satisfaction’ árið 2002 vakti hann mikla lukku hjá mörgum af bestu plötusnúðum veraldar þar á meðal Timo Maas, Carl Cox, Roger sanchez, Darren Emerson, Paul Okenfold og fleiri. Þeir sögðu Benny hafa sitt eigið sérstaka sound sem virkaði feiki vel á dansgólfum útum allan heim.

Eftir að hafa spilað sem plötusnúður um alla Ítalíu í heilan áratug skaust Benny upp á stjörnuhimininn árið 2003 með lagi sínu ‘Satisfaction’. ‘Satisfaction’ fór um heim allann, kom við á öllum helstu vinsældarlistum og vann til óteljandi verðlauna. Síðan þá hefur Benny verið einstaklega iðin við að færa okkur lög á borð við; ‘I love my
sex’, ‘Turn me up’, ‘Feel alive’, ‘Hit my heart’, ‘Illusion’, ‘Make me feel’, ‘Every single day’ og nú síðast ‘Who´s your daddy?’.

Árið 2005 stofnaði Benny útgáfufyrirtækið Pump-Kin Music sem hefur það hlutverk að færa upp á yfirborðið unga og efnilega framtíðar tónlistarmenn. Benny hefur einnig tilkynnt það að í nánustu framtíð bætist við dótturfyrirtækið Funky Pump-Kin.

Í ágúst á þessu ári kom Benny Benassi sterkur inn í danssenuna aftur eftir smá lægð, en þá gaf hann út remixið sitt af Public Enemy laginu ‘Bring the Noise’ sem náði einmitt topp sætinu á sölulista Beatport.com.

Benny benassi kemur framm á vetrarhátíð Techno.is þann 2. febrúar næstkomandi á Broadway ásamt Exos og Plugg'd. Allar nánari upplýsingar um þennan viðburð koma örlítið seinna.

Allar nánari upplýsingar um Benny Benassi er að finna á vefsíðu kappans: www.bennybenassi.com og á myspace.com/benassi . Einnig er hægt að kaupa tónlist eftir kappann á www.beatport.com .