Næstkomandi föstudagskvöld heldur Breakbeat.is sérstakt árslistakvöld í fimmta sinn, nú á skemmtistaðnum glæsilega Organ. Gert verður upp árið 2007 í drum & bass heiminum og sérstakir heiðursgestir kvöldsins verður dúettinn Commix.
Commix samanstendur af þeim Guy Brewer og George Levings. Þeir koma frá borginni Cambridge á Bretlandi og eru þeir að margra mati (þar á meðal Breakbeat.is) eitt af ferskari nöfnunum í drum & bass senunni í dag. Þeir gáfu út hina frábæru breiðskífu “Call To Mind” fyrir ekki margt löngu hjá Metalheadz útgáfunni og hefur hún fengið einróma lof um allan heim. Einnig hafa þeir unnið með kempum á við Steve Spacek og Jennu G, remixað til dæmis Fresh, Adam F og Rufige Kru (Goldie & Heist), auk þess að hafa gefið út hjá útgáfum á borð við Hospital, Exit, Subtitles og 31 Records.
Árslisti Breakbeat.is verður að vanda í beinni útsendingu á X-inu 97.7. Útsending frá Organ hefst kl. 22.00 og lýkur henni síðan með topplaginu um eittleytið. Í kjölfarið taka Commix piltarnir við spilurunum og spila tónlist eins og hún gerist best.
Þú getur haft áhrif á árslista Breakbeat.is. Sendu okkur póst á arslisti@breakbeat.is og segðu okkur hvaða lög og breiðskífur innan drum & bass heimsins heilluðu þig mest á síðasta ári. Einnig væri gaman að heyra álit ykkar á árinu 2007, bæði hvað varðar tónlistina almennt og senuna hér heima.
Dómur Breakbeat.is um Call To Mind breiðskífuna:
Commix hafa verið að síðan 2003 og hófu feril sinn í hinum umdeilda undirflokk dnb; liquid funk. Þeir sömdu frekar staðlað liquid funk til að byrja með en fóru almennilega að þróa sérstæðan hljóm sinn upp úr 2005. Þeir hafa náð að stimpla sig vel inn á síðustu 2 árum með lögum á stærstu útgáfum senunar eins og Metalheadz, Hospital, Creative Source, Good Looking, Subtitles og svo mætti lengi telja. Svo mikla athygli vöktu þeir innan senunar að Goldie ákvað að fá þá félaga til að gera breiðskífu á Metalheadz útgáfu sinni. Eftirvæntingin er búin að vera mikil og margir beðið spenntir síðan fréttir af henni bárust fyrst. Breiðskífan kom síðan út í lok október og því ekki seinna vænna en að renna yfir gripinn.
Platan hefst á einu stærsta lagi ársins 2007 í dnb heiminum “Be True” sem gerði allt vitlaust um heim allan og náði eyrum drum & bass aðdáenda hér heima eftir smá meltingar tíma. Þaðan liggur leiðin í “Burn Out (Fade Away)” lag sem hægt væri að flokka sem instrumental hip hop. Fínt lag sem hefur alveg gott groove í taktinum en það vantar sem eitthvað uppá, lagið verður frekar flatt og alltof lítið gerist í því. Lyktar soldið eins og það hafi bara verið gert til að sinna þeirri skyldu að hafa eitt downtempo breakbeat lag á plötunni. Næst er farið aftur í dnb með laginu “How You Gonna Feel” þar sem Steve Spacek (bróðir D-Bridge) þenur raddböndin. Mjög flott lag sem rúllar vel í gegn þar sem söngur og lag flæða mjög vel saman.
“Emileys Smile” kemur síðan næst. Þægilegt lag sem rennur mjúklega í gegn og er mjög Commix-legt. Þar á eftir kemur titillag plötunar, lag sem flakkar milli þess að vera á halftime og ekki. Rosalega flott flæði í þessu lagi þar sem þeir félagar leifa sér aðeins að fikta meira en venjulega með formið. Í laginu “Change” njóta þeir aðstoðar The Nextman sem eru frá Cambridge líkt og Commix. Hip Hop skotið dnb hér með meiri grodda en lögin á undan. Töff lag með hip hop accapellum scrötchuðum inn til að auka á andrúmsloft lagsins. “Satellite Type 2” heldur síðan áfram í aðeins harðari og drungalegri kanntinum. Næst er síðan eitt skemmtilegasta og hressasta lag plötunar “Belleview”. Furðuleg hljóð eru ekkert spöruð hér og skemmtilegt swing sem kemur í grooveið á laginu. Tilraunamenskan fær að njóta sín aðeins meira hér og kemur virkilega vel út. Hittarinn “Japanese Electronics” er síðan næstur. Hresst lag í léttari kanntinum með hljóði sem minnir einna helst á taktmælir. Gott lag sem virkar vel á gólfið til að létta aðeins andrúmsloftið. Skipt er yfir í house gír í laginu “Spectical” mjög fínt lag sem minnir mig töuvert á house sem Deep Blue hefur gert. Mjög mjúkt en elektrónískt lag sem rennur þægilega í gegn. Eftir að hafa róað þetta all mikið niður fer svo allt aftur af stað í lokalagi plötunar “Strictly”. Roller að hætti Commix í dýpri kanntinum. Minnir frekar mikið á “Talk to Frank” sem ég hefði frekað vilja sjá hér. Þó þetta sé gott lag þá nær það ekki alveg “Talk To Frank”.
Commix sanna hér að þeir eru ekki bara hæpið. Skila af sér breiðskífu sem stóð fyllilega undir væntingum. Hér er nóg af stórum lögum eins og “Be True”, “How You Gone Feel”, “Call To Mind”, “Change”, “Belleview”, “Spectacle” og “Japanese Electronics”. Öll gætu þessi lög verið a-hliðar á góðum 12". Þeir halda sínum hljóm í gegnum alla plötuna en sýna samt fjölbreytni sína hér sem vantar oft á breiðskífur í þessum geira. Að mínu mati ein besta breiðskífa ársins 2007 og þá ekki bara í dnb senunni.