Nú þegar árið 2007 er að lokum ættu flest allir plötusnúðar, tónlistarmenn og áhugamenn um danstónlist að vera búnir að setja niður á blað sín uppáhalds lög sem komu út á árinu.
Hér fyrir neðan megiði senda inn ykkar eigin lista. Athugið, bæði er um að ræða plötur sem og lög.
Techno.is verður með árslistaþáttinn sinn næstkomandi fimmtudag eða þann 22. desember næstkomandi. Hlustið á Flass FM eða á Flass.net
- Árslisti Techno.is verður fluttur á flass 104,5 fimmtudaginn 24.janúar. Sendið ykkar árslista á techno@techno.is.
Techno.is er á dagskrá Flass öll fimmtudagskvöld kl 22.00 til 24.00.
Klúbbaþátturinn Flex ætar að hafa árslistaþátt 29. desember. Fram koma Ghozt, Brunhein og Asli. Hlustið á X-inu 97.7 eða Flex.is
- Klúbbaþátturinn Flex mun loka árinu 2007 með stæl. Laugardagskvöldið 29. desember næstkomandi munu plötusnúðarnir Ghozt, Brunhein og Asli stikla á stóru yfir það helsta sem kom út á árinu ásamt því að ljóstra því upp hvaða lög rötuðu inn á listana hjá þeim. Þeir vilja biðja alla þá sem vilja skila inn lista að senda hann á flex@flex.is
Flex á X-inu 97.7 öll laugardagskvöld frá 22 til 24.
Strákarnir í Party Zone ætla að vera með sinn árslistaþátt 19. janúar.
- Það er kominn dagsetning á stærsta PZ þátt hvers pz-árs, sjálfann árslistann fyrir árið 2007. Í þessum rúmlega 4 klukkustunda þætti flytja þeir að vanda 50 bestu lög danstónlistar og plötusnúða senunnar fyrir árið 2007. Einnig munu þeir birta lista yfir bestu breiðskífur ársins að mati þáttarins hér á síðunni. Farið verður yfir helstu atburði ársins og lagt mat á hvaða atburðir skáru sig úr. Sem fyrr byggir listinn á vali hátt í 40 plötusnúða og framámanna í danssenunni. Einnig taka þeir á móti listum frá hlustendum í tölvupósti á pz@pz.is
Party Zone er á dagskrá á Rás 2 öll laugardagskvöld frá 19:30 - 22:00.
Semsagt: Neglið listanum ykkar á techno@techno.is, flex@flex.is og pz@pz.is