Electric Massive kynnir :
Sometime (Live)
KAIDO KIRIKMAE (LIVE)
Yagya (Live)
Exos (Dj)
kl:23:00 - 03:00
Það verður heljarinnar stuð á skemmtistaðnum 7.9.13.
við Klapparstíg næstkomandi föstudag (23 nóvember).
Fjögur tónlistaratriði eru á stefnuskránni þetta
kvöldið og ekki af verri endanum.
SOMETIME
Hljómsveitin íslenska “SOMETIME” leikur listir sínar
með tveim nýjum liðsmönnum þeim Oculus sem er
liðsmaður Techno.is og Dj MOONSHINE sem er einn
ferskasti skífuskankari Íslands um þessar mundir.
Sönkonan “DIVA DE LA ROSA” og Danni “hinn eini og
sanni” (fyrrum trommari MAUS)eru upprunarlegu liðsmenn
sveitarinnar en SOMETIME var að gefa frá sér glænýja
plötu sem er komin í allar betri hljómplötuverslanir.
Það er í mörgu að snúast hjá SOMETIME en sveitin er
nýkomin frá Austur Evrópu úr vel heppnuðum túr með
hljómsveitinni “Worm is Green”. Eftir helgi spilar
SOMETIME í Bretlandi og kemur fram í London og
Liverpool. SOMETIME er skemmtileg blanda af
"Electronískri Fusion og Syntha poppi með áhrifum frá
80'90' og 100'.
http://www.myspace.com/sometimegroup
Kaido Kirikmae
Kaido er án efa fremmsti raftónlistarmaður Eistlands.
Hann hefur spilað víða um heim komið fram á mörgum af
fremmstu og virtustu raftónlistarfestivölum í Evrópu.
Hann hefur gefið út mikið af tónlist og rekið sitt
eigið útgáfufyrirtæki “Kuurort records” og unnið með
tónlistarmönnum á borð við “Two Lone Swordsman”,
“Rekalix” og hinni íslensku sveit “Worm is green”.
Kaido er búinn yfir mikklum hæfileikum á sviði
raftónlistarinnar og hefur einstakt lag á þvi að gera
hana lifandi og lífræna þar sem hann er undir miklum
áhrifum umhverfi síns og heimspeki lífsins.
Þetta er í þriðja sinn sem Kaido Kirikmae spilar á
Íslandi.
http://www.myspace.com/kaidokirikmae
Yagya
Yagya ásamt Ruxpin er stærsta nafnið í raftónlistinni
á Íslandi og sá íslendingur sem hefur hlotið hvað
mestu virðingu og athygli erlendis fyrir tónsmíðar
sínar.
Samt sem áður hefur hann aðeins gefið út tvær
breiðskífur undir nafninu “YAGYA” en þær fengu
gríðarlega athygli og fengu mikið lof
tónlistargagnrínanda. Þetta eru plöturnar “Rhythm of
snow” sem gefin var út á Force inc records í
Þýskalandi og “Will I Dream During the Process?” en
seinni platan kom út tveimur árum síðar og var beðið
eftir henni með miklum óróleika í
raftónlistarheiminum.
Yagya hefur ekki spilað á Íslandi í nokkur ár og er um
heimsviðburð að ræða en margir kannast við Yagya undir
nafninu “Steini Plastik”.
http://www.myspace.com/steiniplastik
Exos
Exos eða öðru nafni Arnviður Snorrason er
tónlistarmaður og plötusnúður sem hefur verið iðinn
við að halda raftónleika og danstónlistarkvöld í
Reykjavík.
Hann hefur gefið út 13 smáskífur og 3 breiðskífur á
erlendum útgáfum eins og Mosaic records og Symbolism í
Bretlandi, Statik Entertainment og Force Ince í
Þýskalandi. Ásamt því hefur hann gert
endurhljóðblandanir fyrir menn eins og Ben Sims, Mark
Broom og Pascal Feos.
http://www.myspace.com/digitalhustle