Árshátíð og upphitunarþáttur Föstudaginn 9.nóvember fer fram árshátíð Techno.is á
Broadway í Ármúla 9 Reykjavík.
Þetta er stærsta kvöld sem Techno.is heldur á árinu og
því ekki amalegt að fá stærsta nafnið í
danstónlistinni til að koma fram á árshátiðinni
sjálfri. Það er enginn annar en sjálfur Dj Tiesto sem
mun koma fram á árshátíð Techno.is en þetta er í
fyrsta skiptið sem að Tiesto kemur til Íslands.
Tiesto hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu og
er koma hans til Íslands liður í “Elements of Life”
túrnum en platan hans Elements of Life er ein vel
heppnaðast útgáfa Tiesto til þessa.
Nýlega kom út mixdiskurinn “In Search of Sunrise 6”
sem er einnig gríðarlega vel heppnaður og hefur
fengið lof danstónlistargagnrínanda út um allan heim.
Tiesto hefur einnig verið upptekinn um þessar mundir
að endurhljóðblanda tónlistarmenn sem eru langt því
frá að vera í danstónlistargeiranum. Nýlega kom út
útgáfa Tiesto af Joze Gonsalez “Crosses”, Tegan & Sara
“Back in your head” svo ekki sé minnst á hið
undurfagra lag “Hide And Seek” með Imogen Heap.
Heyrst hefur einnig frá áreiðanlegum heimildarmönnum
að Tiesto sjálfur sé á eftir íslensku
stúlknahljómsveitinni ANIMA og vilji þær í samstarf.

Fimmtudaginn 8. nóvember verður sérstakur þáttur
tileinkaður komu Dj Tiesto til Íslands. Það verður
semsagt “Dj Tiesto special” með Dj Sindra Bm og Adda
Exos næstkomandi fimmtudagskvöld milli 22.00 - 01.00 á
Flass 104,5. Farið verður yfir glæsilegan feril Tiesto
og spiluð verða nokkur af hans bestu og frægustu
lögum. Gestaplötusnúður þáttarins verður svo enginn
annar en virtasti og jafnfram færasti Trance
plötusnúður landsins en það er Scheizer Goodman.


Árshátíð Techno.is byrjar kl:22.00 og stendur yfir
langt fram á nóttu.
Dj Eyvi hefur leikinn á aðalsviði Broadway sér um að
koma fólki í gírinn eins og honum er einum lagið.
Dj Eyvi er einn af lykilmönnum Techno.is og hefur
spilað með nöfnum eins og Monika Kruse, Dirty South og
Sander Kleinenberg og verið sterkur leikmaður í
danssenunni á Íslandi síðustu ár.
Exos tekur þá við af honum og spilar það nýjasta og
ferskasta í heimi danstónlistarinnar um þessar mundir.
Það er þá Dj Tiesto sjálfur sem stígur á svið ekki
seinna en klukkan 01.00 og mun Tiesto spila í heilar
þrjár klukkustundir.
Allir salir Broadway verða opnir á árshátíðinni og
munu vinsælustu plötusnúðar Íslands, PLUGG'D, sjá um
dúndrandi stemmningu í Norðursalnum.
Í þriðja sal Broadway, Ásbyrgi, verður haldið sérstakt
V.I.P “Party” til klukkan 02.00 en eftir það þá verður
Ásbyrgi opnað fyrir almenning.
Í Ásbyrgi koma fram plötusnúðar Techno.is en það eru
þeir Danni Bigroom, Dj Richard Cuellar og Dj Óli Ofur.
Það má semsagt búast við viðburðaríkustu dansveislu
sem haldin hefur verið á Íslandi, 9.nóvember á
Broadway þar sem notast verður við stærsta ljós og
hljóðkerfi sem sést hefur á íslensku klúbbakvöldi.
Með þessum orðum höfum við aðeins eitt að segja….
GLEIÐILEGA ÁRSHÁTÍÐ.

TECHNO.IS