DEADMAU5
Með fimm lög á topp tíu sölulista Beatport – geta fáir toppað.
Ef einhver plötusnúður er heitari en sólin, þá er það Deadmau5. Frá því að þessi ótrúlegi tónlistarmaður skaust eins og stormsveipur á sjónvarsviðið hafa vinsældarlistar um heim allan varla haft við vegna hans. Tónlistin hans toppar lista aðeins hjá þeim bestu.
Deadmau5 hefur afrekað hluti sem flesta tónlistarmenn dreymir um. Það er að slá í gegn með nánast allt sem kemur af framleiðsluborðinu. Eiginleiki í fjölbreytni hans sem gerir það að verkum að tónlist hans flokkast undir tech house til trance og frá techno til elektró.
Það þyrfti þrjú orð til þess að lýsa þessari danstónlist. Þau eru “skrítið” og “sterkt” – ásamt einum hlut sem hefur verið eins með Deadmau5 frá upphafi og það er “gæði”.
Tónlistarmenn og plötusnúðar á borð við Tiesto, Carl Cox, Nic Fanciulli, James Zabiela, Paul Van Dyke, Sasha, John Digweed, Sebastien Leger, Chris Lake og Eddie Halliwell hafa allir verið að spila grimmt tónlist frá Deadmau5. Sömuleiðis hefur Deadmau5 verið iðinn við að endurhljóðblanda lög frá slíkum stjörnum.
Þessi Kandadíski snillingur fæddist á landamærum Niagara Falls og Toronto. Í Niagara var hann annar af stjórnendum útvarpsþáttarins “The Party Revelution” og það má vel vera að það hafi verið upphafið að Deadmau5. Lög á borð við “Faxing Berling” og “Jaded” hafa komið Deadmau5 á kortið. Með tónsmíðum á borð við “Alone With You” sem kom út snemma í október og EP plötunni “Before And After” sem kemur út núna í lok október er það því ljóst að mikill fengur er í Deadmau5.
Þess má einnig geta að Deadmau5 er annar helmingur tvíeyksins BSOD sem hefur slegið í gegn hjá plötusnúðum með lög á borð við “A Bit Sketchy” og endurhljóðblöndun á lagi Chris Lake “To The Point”.
Óstöðvandi framleiðsla á danstónlist og endurhljóðblöndunum hefur sett sinn svip á vefsvæðið Beatport.com þar sem Deadmau5 er fremstur í flokki. Þann 25. ágúst 2007 átti Deadmau5 fimm lög á topp tíu lista Beatport og er því ljóst að hér sé komin mikilsverð uppgvötun á listamanni.
-
Flex Music í samstarfi við Finlandia, Cruser Footwear og Pioneer á Íslandi kynna:
Deadmau5 (Deadmouse) á NASA þann 30. nóvember.
Ein skærasta stjarna við framleiðsu danstónlistar í dag.
- ásamt úrvali íslenskra plötusnúða!
DEADMAU5
WWW.DEADMAU5.COM
WWW.MYSPACE.COM/DEADMAU5