Önnur einfara plata Sadjei, sem kom út árið 2005, er nú hægt að hala niður frítt af Last FM.
Linkurinn er:
http://www.last.fm/music/Sadjei/Activity
Platan inniheldur 12 lög, 11 instrumental.
Eftirfarandi er tekið úr plötudóm af rjominn.is:
„Engir töffarastælar og ekkert glimmer. Ekki dans og ekki krútt. Sadjei markar sér auðvelda sérstöðu í tónlistarflóru landsins. Margborgar sig.”
Enn fremur:
“Tónn plötunar er dimmur, þungir taktar, sveimandi millikaflar og oftar en ekki hleypir Sadjei á stökk undir lok laganna í temmilega villtum rafmagnsgítarköflum. Hér er engum diskósömplum né partí-hiphopi fyrir að fara, enda nefnir Sadjei í plötuhulstrinu sem sína helstu áhrifavalda/hljóð-uppsprettu úrvalslið vælukjóa og svartsýnismanna; Neil Young, The Who, Genesis, Pink Floyd o.s.frv. Rigningartónlist óneitanlega, en ég ætla samt að fá að nota orðið ljúfsár frekar en þunglyndisleg…”