Exos og Hunk of a Man (Maggi Legó) leiða saman hesta sína á glænýjum skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur, club 7-9-13.
Kvöldið byrjar strundvíslega kl:22.00 og stendur til 03.00. Staðurinn 7-9-13 er á Klapparstígnum og er staðsettur beint á móti skemmtistaðnum “Sirkus”.
Hunk of Man eða Maggi Legó eins og gammlingjarnir þekkja hann er án efa virtasti plötusnúður Íslands af eldri kynslóð danstónlistarunnenda hérlendis. Maggi Legó er einn sá fjölbreittasti danstónlistar plötusnúður Íslands frá upphafi og tryllti dansgólfið hvert sem hann fór, einna helst á blómatímabili Rósenberg kjallarans.
Farsælasti danstónlistarpróduser þjóðarinnar, Biggi Veira , fékk Magga Legó til liðs við sig og stofnuðu þeir hjómsveitina T-World og skipti Maggi Legó yfir í nafnið “Herb Legowitz”. Darren Emerson úr hljómsvetinni “Underworld” kolféll fyrir efni þeirra T-World bræðra og gaf þá út á hinni virtu “Underwater” plötuútgáfu og þá fóru stórir hlutir að gerast fyrir Bigga Veiru og Herb Legowitz. Þeir ákváðu þá að stækka við sig og stofnuðu fjölistahópinn “ Gus Gus” og bættu við sig fleiri listanmönnum. Herb Legowitz túraði út um allan heim sem plötusnúður sveitarinnar og gerði allt vitlaust á erlendum klúbbum og tónlistarfestivölum í Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Suður Ameríku. Herb Legowtz breytti þá loks um nafn og kallaði sig Buckmaster. Buckmaster fékk mikkla virðingu um allan heim og var dáður af mörgum af þekktustu og virtustu plötusnúðum og tónlistarmönnum heimsins. Einn þeirra var Gary Martin frá Detroit sem fékk hann til að “remixa” plötu eftir sig á “Teknotika Records”. Buckmaster var duglegur að skipta um nöfn og kom fram undir nöfnum eins og The Fox, Fuckmaster,Max Power, Herr Legowitz og hans réttu nafni, Magnus Gudmundsson. Magnús fór loks sínar eigin leiðir og sagði skilið við hljómsveitina Gus Gus og tók upp nafnið Hunk of a Man sem er alter Egó fyrir Disko persónu kappans. Exos og Hunk of a Man hafa ekki spilað saman í heil 10 ár og verða ekki í “diskó” gírnum þetta kvöldið því þeir ætla að spila eðal electrotóna fyrir gesti staðarins 7-9-13.
Mætið snemma og verið öll velkomin.
http://www.myspace.com/hunkofaman