Árshátíð Íslenskra Plötusnúða 2007 - Risarnir sameinast! SAMEINING SENUNNAR 2007
Flex Music í samstarfi við Finlandia og Hljóð-X kynna:

Árshátíð íslenskra plötusnúða fer fram á NASA næstkomandi laugardagskvöld þar sem úrvals plötusnúðar úr landsliði íslenskra plötusnúða kemur fram ásamt því að settur verður upp glænýr lazer frá Hljóð-X sem er sérhannaður fyrir klúbbakvöld. 

Flex Music stendur fyrir verkefninu í samvinnu við Party Zone, Techno.is, Barcode og Groovebox. Þessir aðilar hafa haldið uppi heiðri íslenskrar dansmenningar síðustu ár með frábærum litlum barkvöldum í borginni og stærri klúbbakvöldum þar sem meðal annars bestu plötusnúðar heims eru fengnir til þess að hylla senuna á klakanum í dag.

LANDSLIÐ ÍSLENSKRA PLÖTUSNÚÐA
- 12 plötusnúðar : eitt partý : gleði og hamingja fyrir alla þá sem mæta

Það má með sanni segja að stór hluti íslenska landsliðsins í plötusnúðun komi fram en alls 12 plötusnúðar munu troða upp á NASA þetta kvöld en sjaldan eða aldrei hafa eins margir plötusnúðar komið fram saman á einu kvöldi. Tveir plötusnúðar troða upp í einu þar sem notast er við fjóra plötu- og geislaspilara ásamt öllum þeim tækjum sem viðkomandi plötusnúður hefur fram á að færa. Oft er þessi leið nefnd “4 deck” á góðri ensku.

Fyrir hönd partýbræðra í Flex Music koma fram þeir Ghozt & Brunhein sem hafa með stjórnað klúbbaþættinum Flex eins og herforingjar í eitt ár. Strákarnir í Party Zone sem eiga heiður skilið fyrir brautryðjandi starf í þágu íslenskra plötusnúða senda Jonfri á svæðið. Framúrskarandi innfluttningsaðili erlendra plötusnúða til landsins Techno.is ætlar að senda Exos og Eyva á svæðið. Ein flottustu barkvöld Reykjavíkur sem í gangi eru þessa dagana koma úr smiðju Barcode og ætla þeir að taka á því með með Óla Ofur og Tryggva. Nýjasta danskrúið á íslandi í dag er Bigroom Effect en það eru þeir Danni og AJ sem munu sjá um tóna fyrir hönd þeirra. Sömuleiðis eru það Ingvi og Shaft sem skipa stóran sess á barkvöldum á stöðum á borð við Q-Bar og Barnum með kvöldin sín Groovebox sem troða sömuleiðis upp á þessu risa danskvöldi Flex Music.

Sérstakur heiðursgestur þetta kvöld er enginn annar en guðfaðir íslenskar danstónlist en það er Sean Danke eða Grétar G sem allir þekkja sem einn af farsælustu plötusnúðum íslands í gegnum árin. Hann er búsettur í Skotlandi en kemur hingað til lands eingöngu í þeim tilgangi að troða upp á þessari hátíð.

ENGIN FORSALA EINGÖNGU MIÐASALA VIÐ HURÐ
Miðar verða gefnir á útvarpstöðvum borgarinnar ásamt því að heppnir notendur MSN sem setja “Árshátíð Íslenskra Plötusnúða á NASA næstkomandi laugardagskvöld” þar inn munu geta unnið sér inn miða á viðburðinn. Von er á flottum house/tech-house/techno/elektro-house og progressive tónum á NASA.

Aðgangseyrir mun vera aðeins krónur 1500.- og er fólk hvatt til þess að mæta snemma svo það sjái örugglega uppáhalds íslenska plötusnúðinn sinn koma fram. 

Húsið opnar klukkan 23:00.