Hehe voðaleg kergja er þetta í liðinu?
Ég hef verið að plötusnúðast frá því ég var sautján ára gamall og byrjaði um það leiti að skipuleggja allskonar kvöld og hef gert það í fimm ár núna.
Ég tel mig geta beatskipt bara ágætlega og hef ekki fengið neina gagnrýni á það, ekki nema bara það sem allir fá einhverntímann sem er “ógeðslega leiðinlegt lag” eða “nenniru ekki að spila nýja lagið með Timberlake.”
Ég hef aldrei sagt neinsstaðar að ég sé “mjög stór DJ úr borginni” eina það sem ég er að reyna að gera er að bæta í frekar fátæklega flóru af skemmtikvöldum hérna á Íslandi.
Frá árinu 2001 hef ég haldið m.a. klámkvöld (sem var síðan bannað af lögreglunni), hip hop helgi, Froðupartí, Fantasy kvöld, Heineken klúbbakvöld, Burn partí, Woody's partí, böll með hinum ýmsu hljómsveitum og unnið að innflutningi á skemmtikröftum svo eitthvað sé nefnt.
Það sem hefur verið markmið mitt frá byrjun er eins og áður sagði að bæta í þessa flóru hér á Íslandi, ég byrjaði á þessu þegar sveitaballamenningin stóð sem hæst og ég er enn að, ekki út af peninginum heldur einfaldlega út af því að mér finnst þetta skemmtilegt.
En eins og áður eru alltaf til þeir sem sitja heima hjá sér og gagnrýna allt og alla sem eru að reyna að gera eitthvað ferskt, nýtt og skemmtilegt í stað þess að standa upp sjálfir og gera eitthvað.
Ef þú ferð yfir auglýsingar sem ég hef gert og látið gera í tengslum við atburði mína þá sérðu að ég auglýsi aldrei “bestu plötusnúði á Íslandi” heldur auglýsi ég góða tónlist og af og til “frábæra skemmtun” en það er einmitt markmiðið með þessu.
Ég er að prufa mig áfram núna með Pyro sviðssprengjur og hef fengið leyfi fyrir slíku á Akureyri um helgina og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út - það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt. Ekki veit ég til þess að Pyro hafi verið notað á skemmtikvöldum hér á Íslandi áður - það getur hinsvegar alveg verið, ég man bara ekki eftir því.
Þessi kvöld mín hafa tekist ágætlega, sum hafa tekist frábærlega og önnur hafa bara klúðrast, þannig er bara þessi bransi. Ég er búinn að vera að hrærast í þessu það lengi að ég læt ekki svona gagnrýni á mig fá - þetta er oftast mjög lítill hópur manna sem reynir að skíta allt út sem maður gerir á meðan stærsti hópurinn mætir og skemmtir sér.
Þessi kvöld mín eru algjört einkaframtak sem þýða mínir peningar, ég hef verið mjög heppinn að undanförnu með styrktaraðila en þeir komu inn í þetta þegar þeir sáu að þetta var eitthvað nýtt, eitthvað spennandi…
Ef ég væri að spila með peningana þína Haffi minn, sem ég efast um að sé þitt raunverulega nafn því svo er virðist að þú hafir skráð þig hér inn á vefinn í fyrradag í fyrsta skipti gagngert til að drulla yfir mig og fleiri, þá myndi ég skilja gremju þína og tæki hana til skoðunar en þar sem þetta er minn tími, mínir peningar og mitt áhugamál þá læt ég þetta “prump” þitt ekki á mig fá.