Undirtónar eru að verða fimm ára. Af því tilefni mun
tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Mark Pritchard skella sér
til Reykjavíkur, og spila og fagna ásamt Undirtónum á
Thomsen, sem nýlega var opnaður aftur eftir að hneysklismál
í borgarstjórninni var upprætt, en staðurinn er nú með fullt leyfi
á ný.
Mark hefur ásamt félaga sínum Tom Middleton samið
einhverja þá flottustu tónlist sem hægt er að nefna. Hann
hefur sem Clobal Communication gefið út plötuna 76:14, sem
var ofarlega á árslistum tónlistarblaðanna árið 1994. Þeir hafa
samið frábæra fönkí breakbeat og bigbeat tónlist sem Jedi
Knights og dynjandi technótónlist sem Reload og gefið út
útúrsvalt d&b sem Chamelion á útgáfu LTJ Bukem, Good
Looking. Þeir hafa einnig samið progressive house tónlist
sem Link. Saman hafa þeir samið fjölbreyttari dans- og
raftónlist en flestir aðrir og eru ótrúlega hæfileikaríkir.
Koma Marks er liður í verkefni sem komið hefur verið á milli
Íslands og Englands um ferðir og uppákomur tónlistarmanna
milli landanna. Ásamt Mark Pritchard mun Tommi White,
okkar eigin stjarna koma fram ásamt sérstakri hljómsveit
sem spilar á klúbbum.
Um þessar mundir eru Mark og Tom að vinna í sínum
verkefnum hver fyrir sig. Þeir hafa gefið loforð um að vinna
meira saman í framtíðinni, en leiðir þeirra liggja ekki á sömu
slóðum í dag. Mark hefur einbeitt sér að breakbeat tónlistinni,
new skool breaks og fönkí tónlist, á meðan Tom Middleton
hefur meira fengist við house tónlist. Við erum að fá annan
helming þessa ótrúlega tvíeykis til þess að spila hér á landi í
lok nóvember (Laugardaginn 24.nóvember)
Mark Pritchard ólst upp í Yeovil í suðvesturhluta Englands og
því sannur sveitastrákur. Mark varð snemma mjög hrifinn af
tónlist sem kom frá Detroit. Elektrónísk technótónlist sem nú
kallast helst Detroit-technó. Hann var á sama tíma
áhuga-samur um kvikmyndatónlist og gamla raftónlist sem
hann fann á bókasafninu. Mark dróst mjög snemma að því að
fara semja tónlist sjálfur og er ennþá á fullu við það. Mörg af
þeim lögum sem hann hefur samið eru löngu orðin að
klassík og hann er mikils virtur af aðdáendum sínum, öðrum
tónlistarmönnum og tónlistarpressunni.
Snemma á ferlinum kynntist hann Tom Middleton, sem var á
sömu bylgjulengd og hann hvað varðaði tónlistina. Hann
kynntist einnig Richard D. James sem er í einkaviðtali í
nýjasta hefti Undirtóna. Ásamt Tom stofnaði Mark útgáfuna
Evolution sem var strax tileinkuð þróun dantónlistar og
raftónlistar. Útgáfan gaf tónlistarmönnum svigrúm til þess að
gera tilraunir með tónlist sína og það voru engar málamiðlanir
gerðar. Útgáfan gaf strax af sér frábæra tónlist sem þó átti
ekkert erindi inn á vinsældarlista. Sú varð þó raunin eins og
venjulega að þegar ekki er hægt að framleiða peninga með
listinni þá er hún lögð niður. Mjög flott safnskífa frá þessari
útgáfu var síðan gefin út á Warp útgáfunni og komst þar með
betur til skila.
Mark, sem allan tímann lagði stund á sínar tónsmíðar, setti
síðan saman bandið Clobal Communication með félaga
sínum Tom Middleton. Þar með var stofnuð ein allra flottasta
hljómsveit í sögu raftónlistar. Þeir fengu meðal annars þann
góða titil “besta ambient plata aldarinnar” í tímaritinu The
Guardian. Tónlist þeirra var djúp, framandi, falleg og
úthugsuð. Þeir tóku ambient tónlist upp á hærra plan og gáfu
út eina allra bestu ambient plötu allra tíma að margra mati.
Það fyrsta sem maður heyrði af þessari plötu var í
útvarpsþætti á Útrás um miðja nótt, það var eins og að þakið
hyrfi, stjörnuhimininn blasti við…og síðan hófst ferðalagið.
Mark var einnig á þessum árum með sólóverkefni sem
hann vann sem Reload fyrir útgáfuna Creation. Þá tónlist
mætti kalla ambient/technó og er plata á leiðinni frá honum
sem kemur út á næsta ári, sem á að vera framhald af þeim
lögum. Sú plata mun koma út hjá Warp útgáfunni.
Áfram heldur Mark að semja tónlist og ásamt því að gefa út
sem Link hjá Warp, stofnaði hann útgáfuna Universal
Language með vini sínum Tom. Sú útgáfa átti að notast við
hugmyndafræði Evolution útgáfunnar til framþróunnar raf- og
danstónlistar. Þeir gáfu út tvær plötur undir nafninu Jedi
Knights. Sem Jedi Knights voru þeir þekktir fyrir fönkí
bassalínur, grúví takta og bara yfir höfuð vel heppnaða grúví
danstónlist. Í lögum sínum fléttuðu þeir svo dálítið af hiphop
og elektró áhrifum, sem gaf þeim mjög sérstakt og vel
þekkjanlegt sánd.
Stuttu síðar gáfu þeir svo út 12” fyrir Good Looking útgáfuna
hans LTJ Bukem. Þar kölluðu þeir sig Chameleon og lagið
hét “Links”. Það varð mjög vinsælt á klúbbnum Speed á
kvöldum sem voru haldin af Bukem og Fabio (sem er einn af
frumkvöðlum í breskri drum&bass tónlist).
Með þessum auknu vinsældum fóru þeir að fá rímix verkefni
frá hljómsveitum eins og Lamb og Warp 69. Á sama tíma var
Mark einnig með sín eigin rímix, þar sem hann rímixaði
listamenn eins og Orb, KRS-1 og A Tribe Called Quest. Öll
hafa orðið að klúbbahitturum og haldið vinsældum þar.
Mark fer sóló!
Það sem Mark er með á prjónunum núna er verkefni hjá Far
Out recordings sem hann kallar Trouble Man Project. Þar
blandar hann saman framtíðar technó funki við elektró og
hiphop. Fyrir Droppin’ Science gefur hann út undir nafninu
Vertigo, og vinnur þar með d&b listamanninum Danny Breaks.
Hann gefur einnig út á fleiri útgáfum mismunandi
tónlistarstefnur. Hann er um þessar mundir að taka tónlist
sína upp á hærra plan. Hann kemur og spilar í Reykjavík í 5
ára afmæli Undirtóna á vegum West Coast Music, sem er
eins konar skiptiprógramm þar sem enskir og íslenskir
tónlistarmenn skiptast á að heimsækja land hvers annars,
spila og kynna um leið menningu og stöðu tónlistarinnar í
hverju landi.
Það sem einkennir ávallt tónlist Mark Pritchard er hæfileiki
hans til þess að gefa tónlistinni ákveðið rými til þess að vera
fönkí, djúp, með nýjum og flottum hljóðum sem mun bókað fá
hvern sem er til að dilla bossanum.
Við hvetjum alla til að láta sjá sig á 5 ára afmælisfagnaði
Undirtóna. -ILA-