Pioneer á Íslandi, Icelandair, Beep og Global Underground í samstarfi við Flex Music kynna:
Deep Dish á Íslandi 16. maí. Global Underground útgáfupartý á NASA miðvikudagskvöldið 16. maí en það er daginn fyrir uppstigningardag.
Þar mun Dubfire úr Deep Dish koma fram á einu stærsta kvöldi ársins!
Deep Dish eru í 6. sæti á heimslistanum yfir bestu plötusnúða veraldar og hafa meðal annars unnið til hinna virtu Grammyverðlauna.
Ásamt Deep dish koma fram Ghozt & Brunhein og Danni BigRoom. Forsala fer fram í 12 Tónum og miðaverð í forsölu er aðeins 2000 krónur.
Láttu þig ekki vanta í Global Underground party með Deep Dish á NASA!
Þeir sitja í sjöunda sæti heimslistans yfir bestu plötusnúða veraldar í dag. Deep Dish skipa þeir Sharam og Dubfire, en sá síðarnefndi hefur nýlokið við útgáfu af nýjustu afurð í hinni ótrúlegu Global Underground seríu, Global Underground Taipei.
Í tilefni af útkomu GU#31ætlar Flex Music í samstarfi við Global Underground, Pioneer á Íslandi og Icelandair að efna til klúbbakvölds á NASA þann 16. maí næstkomandi. Þar mun koma fram Dubfire úr Deep Dish ásamt Ghozt og Brunhein úr klúbbaþættinum Flex og hinum landsþekkta Danna BigRoom.
Þann 12. maí verður hitað upp fyrir kvöldið í þættinum með sérstökum Deep Dish þætti þar sem spilað verður eingöngu efni frá þeim félögum.
Deep Dish hafa oft verið tilnefndir til Grammy verðlauna og nældu sér í ein slík fyrir endurhljóðblöndun á laginu “Thank You” með Dido árið 2002. Þeir unnu alþjóðlegu danstónlistarverðlaunin árið 2005 með “Say Hello”.
Sömuleiðis voru þeir í fyrsta sæti yfir bestu progressive house plötusnúði í Bandaríkjunum í könnun sem hið virta blað BPM Magazine gerði. Deep Dish hafa endurhljóðblandað fyrir poppstjörnur á borð við Madonnu, Justin Timberlake og P. Diddy og hafa öll lögin unnið til verðlauna.
Von er á erlendum blaða- og ferðamönnum á þennan einstaka viðburð og búist er við því að miðar í forsölu eigi eftir að seljast upp á skömmum tíma.