Hann kemur úr litlum bæ rétt neðan við frankfurt, heitir réttu nafni Norman Feller. Vakti fyrst athygli sem Storming Norman. Skipti svo fljótlega nafninu í Terry Lee Brown jr.
Tónlist hans er mjög skemmtilegur kokteill af gömlu chicago house og detroid techno.
Fyrsta platan hans hét “Brother For Real” og kom út á Plastic City 1996. Mjög flott breiðskífa, hún var ofarlega á árslistum það árið hjá flestum raf-tónlistartímaritum.
Chocolate Chords kom 1997 (einnig á Plastic City). Svo kom Selected Remixes 1998.
Ég mæli eindregið með því að allir aðdáendur house og techno skoði kauða. Sérstaklega mæli ég með laginu Terry's House!
Góðar stundir.