Barcode eru klúbbakvöld, haldin mánaðarlega í Reykjavík. Barcode liðar herja einnig reglulega á önnur bæjarfélög, þar sem dansmenningu má finna. Við erum með Podcast þjónustu (link má finna á mæspeisinu okkar) þar sem er hægt að hlusta eftir því um hvað við snúumst.

Barcode snýst allavega ekki um vinsældir og alls ekki um vinsældalista. Við eltum ekki tískubólur. Við höfum okkar eigin stíl. Barcode er ekki keppni í að vera flottastur. Okkur er sama um peninga og stöðu. Né eltumst við við að ganga í augun á fólki, sem væri eflaust skítsama hvort eð er.

Aðalatriðið er tónlist, tónlistin sem við erum að skynja. Það er ástæðan fyrir því að við stofnuðum Barcode, og mætum á kvöldin til að spila. Við spilum ekki vinsældafroðu - nennum því ekki. Við viljum alvöru skemmtilega tónlist, með sál og undirgangandi línu kærleika. Til að koma tónlistinni sem best til skila notumst við við aragrúa þartilgerðra tækja og tóla.. og nýtist þar tækjanjörðurinn í okkur vel.

Hljómar ekki beint eins og við reynum að höfða til fjöldans. Þó er fjöldi fólks þarna úti sem Barcode virðist höfða til - fólk sem vill skemmta sér og dansa við alvöru neðanjarðar danstónlist.

Barcode þakkar þær góðu viðtökur sem kvöldin hafa fengið og halda óhræddir áfram á sömu braut. Vonandi sjáumst við á leiðinni.

kv.
Jonfri, Óli Ofur, Tryggvi & Mr. Cuella