Flex Music og Grolsch kynna: Hið Íslenska Klúbbakvöld #2 í Keflavík
Flex bræðurnir Ghozt & Brunhein verða við stjórnvölinn á Yello í Keflavík næstkomandi laugardagskvöld. Strákarnir skipa stórann sess í danstónlistar heimi klakans en þeir eru “resident” plötusnúðar Flex Music kvöldanna sem hafa risið hátt í klúbbasenu landans. Einnig sjá þeir um klúbbaþáttinn Flex sem er á dagskrá á X-inu 97.7 öll laugardagskvöld frá tíu til miðnættis.
Hið Íslenska Klúbbakvöld er liður af minni klúbbakvöldum Flex Music þar sem þeir bræður mæta og trylla lýðinn.
Síðast þegar þeir mættu á svæðið fylltist staðurinn með tæplega 150 manns og hafði fólk á orði að annað eins klúbbakvöld hefði ekki verið haldið á svæðinu. Einn kaldur Grolsch fylgir með hverjum seldum miða en eingöngu er hægt að kaupa miða við hurð á aðeins 1000.- krónur. Húsið opnar klukkan 23:00 og standa herlegheitin fram í rauða nótt.
Alvöru elektró og klúbbakvöld á skemmtistaðnum Yello í Keflavík, laugardagskvöldið 17. mars 2007.
Skráðu þig í samfélag Flex.is og þú gætir unnið miða.
http://www.flex.is
http://www.myspace.com/myflexmusic