Fedde Le Grand

Forsalan er hafin í skór.is í Kringlunni og kostar 2500.
Fram koma Exos, Plugged og Fedde Le Grand.

Árið 2006 gaf Fedde Le Grand frá sér lag sem átti eftir að tröllríða öllum helstu útvarps og sjónvarpsstöðvum heims og er mest spilaða lag íslands og fleiri landa um þessar mundir. lagið ber nafnið “Put your hands up for detroit” og skal það teljast ótrúlegt ef einhver einstaklingur sem heyrt hefur í útvarpi síðasta hálfa árið þekki það ekki. Óhætt er því að fullyrða að ófyrirgefanlegt er fyrir hvern einasta danstónlistarunnanda að láta tækifæri eins og að sjá Fedde Le Grand á sviði framhjá sér fara.

Frá blautu barnsbeini hefur heimsfrægi plötusnúðurinn Fedde Le Grand haft hugan við lítið annað en tónlist og hefur hún að hans eigin sögn verið lang stærsti og veigamesti partur uppeldis hans.
Árið 1994 fór hann fyrst að alvöru að leggja fyrir sig house tónlist, eftir að hann heyrði þýsku house goðsögnina sem gengur undir nafninu Dimitry spila í bænum Utrecht sem er einmitt heima bær Fedde. Frá þeim degi vissi hann fyrir víst að spila house tónlist væri hans köllun.

Hann byrjaði að reyna fyrir sér á litlu heimaklúbbunum í Utrecht, þangað til að hann fékk tilboð um að stíga á stokk á Danssalon Eindhoven; sem á þeim tíma taldist einn sá allra heitasti klúbbur Hollands, eftir þá frumraun varð Fedde Le Grand fastráðinn plötusnúður á Danssalon Eindhoven og næstu tvö til þrjú árin þeytti hann þar skífum frammi fyrir litríkum áheyrendum sem kröfðust þess að hann gæfi sitt allra besta hvert einasta sinn.

Fedde hefur spilað á öllum stærstu klúbbum Hollands líkt og: Las palmas í Rotterdam, The It í Amsterdam, The award winning love boat í Amsterdam, Vasquesz í Tilburg og síðast en ekki síst Extrema í Eindhoven sem óhætt er að segja að sé í heimsklassa, en það er einmitt í Eindhoven sem klúbburinn Sneakerz er (www.sneakerz.nl) en eigandi hans er engin annar en Fedde Le Grand sjálfur.

Hann hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli, spilað á mörgum stærstu klúbbum Evrópu þar sem hann tróð upp með einhverjum stærstu nöfnum elektrónískrar tónlistar, plötusnúðum á borð við Taneglia, John Digweed, Chris Lake og Victor Calderone svo einhverjir séu nefndir. Síðan árið1998 hefur Fedde Le Grand verið talinn einn af skemmtilegustu og líflegustu plötusnúðum heims, hefur hann einnig verið fastagestur á útvarpstöðinni Radio 3Fm þar sem hann hefur oft komið við sögu í hinum virta danstónlistarþætti Dier op Dier.

Árið 2001 var Fedde Le Grand búinn að sanna sig sem plötusnúður og ríflega það, en það er einmitt um sumar þess árs sem hann byrjaði að gæla við að útgefa eða “producera” sína eigin tónlist en í byrjun árs 2003 fékk hann í lið með sér Robbin M. til þess að koma útgáfunni almennilega af stað. Þeir útsettu lög saman ásamt þýska plötusnúðnum Dj Eric E og eiga þeir einmitt þeirra eigin tónverk sem kallast Sticky People.

Á stuttu tímabili útsettu þeir lög fyrir Play Station 2 leikinn “Cyclone Circus” og í samvinnu við Erick E útsettu þeir tittla á borð við “Make you smile og ”Ya don't stop“ sem er undir útgáfumerkjum Sander Kleineberg. ”The vibe og “Las vegas” eru einnig önnur fræg lög sem þeir Fedde Le Grand og Robbin M. hafa gefið út.


www.feddelegrand.com
www.myspace/feddelegrand