Moritz Von Oswald Maurizio eða Moritz Von Oswald eins hann heitir nú víst er Minimal-Techno tónlistarmaður sem býr í Berlin og á hann helminginn í Basic Channel sem hann stofnaði árið 1993 með Mark Ernestus og gaf hann líka út á því fyrirtæki með kauða. En þar á undan var hann trommari á 9.áratugnum .
Hann hefur gefið út undir hinum ýmsu nöfnum, sbr að nefna Maurizio, Cyrus, Quadrant, Phylyps, Radiance, 3MB og Rhythm & Sound en þar hefur hann með sér í lið “söngvarann” Tikiman og er útkoman nokkuð rólegur minimal-dub fílingur sem klikkar aldrei, nokkuð sérstakt sound þar á ferð.

Maurizio gaf einnig út á undirlabeli Basic Channel M, og var það solo verkefni hans og er það er án efa flottasta efni sem hann hefur nokkurn tímann gefið út, það er töluvert frábrugðið Rhythm & Sound en samt ekki J. Á því labeli hefur hann gefið út plötur eins og Domina, 4,5 & 7 sem eru alveg ótrúlega góðar!!! Alveg ótrúlegt hvernig það er hægt að búa til lag sem er 12 mínútur og það hljómar eins allann tímann með engum breytingum en samt er það virka en þannig er Minimal-Techno það þrýfst á einfaldleikanum. Aðeins snillingar geta gert svona hluti og það er hann Moritz Von Oswald…Snillingur.

Hér er smá listi af hans besta efni sem hægt er að nálgast á <a href=”http://www.audiogalaxy.com” target=”_new”>Audiogalaxy.com</a> eða þá á 12”, stórlega efast samt að það sé hægt að finna plötur eins og 4,5 ennþá í dag en maður veit það ekki…

Maurizio - Domina (M)
Maurizio – 4,5 (M)
Maurizio – 7 (M)
Round two – New day
Round three – Acting Crazy
Round four – Found a way
Round Five - Na Fe Throw It feat. Tikiman
Starlight – Model 500 (Maurizio mix)
Síðan er er það Rhythm & Sound, stendur ekkert eitt upp úr…Allt flott!!