
Þeir félagar héldu þó áfram að halda “minimal” kvöld hér og þar í Reykjvík á hinum og þessum stöðum og má þar nefna Kaffi Thomsen eins og hann var kallaður (áður en kjallarinn opnaði).
Exos & Ohm gerðu mikið að tónlist saman og gáfu út nokkrar plötur, þar á meðal á Force Inc útgáfunni í Þýskalandi en sú útgáfa hefur gefið út nöfn eins og Ian Pooley, Dj Rush og Akufen. Platan fékk nafnið “Sameining” og fékk góða dóma. Hún var spiluð víðsvegar í heiminum og af köppum eins og Ben Sims og Surgeon sem þykir mikil virðing.
Einnig gáfu strákarnir út efni á íslenskum útgáfum sem voru undir formerkjum Thulemusik en sú útgáfa blómstraði á þessum tíma með mánaðarlegum útgáfum sem fengu mikkla athygli út í hinu stóra Þýskalandi.
Að lokum flutti Ohm til Danmerkur og hélt áfram að gera góða hluti. Hann spilaði mikið á dönskum skemmtistöðum og klúbbum og kom þá oftast fram “Live”. Einnig spilaði Ohm mikið í Eystrasalt ríkjunum og víðsvegar um Evrópu en hann mun koma fram “Live” 2.mars á Íslandi.
Dagskrá Exos og Ohm er eins og hér segir og hvet ég alla aðdáendur raftónlistar, vini okkar og kunningja til að mæta og hlusta á okkur spila enda gott tilefni því Ohm hefur ekki spilað á Íslandi í fjöldamörg ár.
Exos & Ohm (Live & Dj Set)
fimmtudagur.01.03.07
(radio flass 104,5)
kl.22.00-00.00
Exos & Ohm (Live & Dj Set)
föstudagur.02.03.07
(club Barinn)
kl 23.00-05.30)
Nánari upplýsingar eru að finna á Techno.is
Einnig bendi ég á :
http://www.myspace.com/ohm001
en þar er hægt að hlusta á efni með Ohm.