Fyrst vildum við létta af okkur smá frétta auka um árslistakvöld Party Zone. Kvöldið verður á Gauk á Stöng föstudagskvöldið 19.jan og opnar húsið kl 21. Ásamt aðalnúmeri kvöldsins, þýsku teknóhljómsveitinni, Booka Shade, verða það íslensku danssveitirnar FM Belfast og Hairdoctor sem koma fram. Þær eiga það sameiginlegt að hafa farið á kostum á Airwaves hátíðinni. Síðan leiðir Jack Schidt (aka Margeir) alþjóðlegt lið plötusnúða skipað dönsku DJskvísunum Miss Lori og Djuna Barnes sem munu stýra stuðinu á efri hæðinni, og breska plötusnúðnum Darren C. Aðrar uppákomur eru ráðlagðar en verða ekki tíundaðar hér.
Þá að árslistanum sem verður á dagskrá kvöldið eftir árslistakvöldið sjálft. Hann verður kynntur að vanda í Xtra löngum Party Zone þætti á Rás 2 kl 19:30 til 24:00. Við kynnum dansannál ársins 2006 og Topp 50 árslistann.
Listinn byggir á vali yfir 30 plötusnúða og í raun þeim sem hafa áhuga á að hafa áhrif listann. Vinsamlegast smellið listum inn hér eða sendið hann á partyzone@vortex.is.
Ekki missa af Árlistakvöldi Party Zone á Gauknum á föstudagskvöldinu og árslistanum sjálfum daginn eftir á Rás 2.
kveðja
Party Zone