Party Zone, Rás 2 í samvinnu við G-Star kynna:
Party Zone kvöldið á Airwaves!
Laugardagskvöldið 21.október þ.e. aðal kvöldið á Airwaves hátíðinni mun dansþáttur þjóðarinnar halda heljarinnar dansveislu á skemmtistaðnum Pravda. Þátturinn verður með dagskrá á báðum hæðum í samvinnu við Airwaves hátíðina. Pælingin er að stilla upp plötusnúða og danstónlistarkvöldi hátíðarinnar. Þeir sem munu spila á kvöldinu á báðum hæðum Pravda frá kl 20:00 til 05:00 eru…..
Filur (DK) DJ set
Alfons X dj set
Jack Schidt (aka Margeir) dj set
Krede (DK)
Jonfri (DJ set)
Coctail Vomit
FM Belfast
Ruxpin
Unsound
Reykjavik Swing Orchestra
Jezibel
Ath að miðasala er á kvöldinu ásamt því að armbönd hátíðarinnar gilda. Plottið er að hrúga inn fólkinu og slútta hátíðinni með stæl í flottu danspartíi……þið þurfið ekki annað en að sjá plötusnúðana og hljómsveitirnar í lænuppinu til að vera nokkuð safe með stuð! :……
Fylgist vel með þættinum fyrr um kvöldið á Rás 2 og á www.ruv.is Við munum fá þá félaga í Filur og danska útvarpmanninn og plötusnúðinn Krede í heimsókn.
Sjá nánar á www.icelandairwaves.com og www.myspace.com/mypartyzone