Dagskrá Techno.is í komandi þáttum er eins og hér segir að neðan.
Techno.is þátturinn er öll miðvikudagskvöld mili 22.00 og 00.00. Hægt er að hlusta á þáttinn á fm 104,5 og einnig á netinu, www.flass.net.
18.okt.
Biggi Veira verður gestur þáttarins þetta kvöldið en hann á heiðurinn á bakvið hljómsveitina Gus Gus. Hljómsveitin er á fleygjiferð og gefur út mikið af efni þessa daganna á Pineapple records.
Biggi Veira mun leyfa okkur að heyra ný Gus Gus lög og sprikklandi ferskt efni sem hann fær sent úr hinum ýmsum heimshornum.
25.okt.
Dj Eyvi er einn af plötusnúðum Techno.is en hann hitaði upp fyrir Moniku Kruse í síðasta mánuði á Nasa. Einnig er kappinn að opna plötubúð í anda Þrumunnar góðu en hann verður með sérverslun fyrir danstónlist og mun selja bæði geisladiska og vínilplötur. Dj Eyvi mun vera gestasnúður Techno.is 25.október.
1.nóv.
Techno.is mun kynna Dj Lucca í bak og fyrir og spila þétta syrpu með henni en hún mun spila á Nasa 3.nóvember ásamt plötusnúðum techno.is og flass 104,5. Gefnir verða miðar í þættinum þannig að fylgist vel með.
8.nóv.
Dj Arnar og Dj Frímann koma fram sem Hugarástand en þeir gerðu allt vitlaust á Nasa 6.október þegar þeir hituðu upp fyrir Anthony Pappa fyrir Techno.is! Kapparnir eru orðnir heitir enn á ný og ætla að koma sér vel fyrir aftur í klúbbamenningu Reykjavíkur.
Verið stillt og fylgist með.
www.techno.is
www.myspace.com/technois