Fannst nú kominn tími á grein hérna….þetta er búið að vera alveg helv. dautt áhugamál :)

En anyways…Two Lone Swordsmen er samvinnuverkefni milli Andrew ‘Andy’ Weatherall og Keith Tenniswood. Þessir mætu menn hófu samstarf 1994-1995, gáfu þá út smáskífuna The Third Mission árið 95 og svo ári síðar önnur smáskífa sem bar þann frumlega titil The Tenth Mission og svo seinna á árinu 96 varð fyrsta stóra afurð þeirra tvöfalda platan The Fifth Mission:A Return To The Flightpath Estate. Þessar plötur voru allar gefnar út á Emmissions Audio Output, ásamt næstu tveim smáskífum(þær eru allavega titlaðar smáskífur þótt á þeim séu fleiri lög en á sumum breiðskífum!), en árið 1997 - fyrir útgáfu A Bag of Blue Sparks - gerðu þeir félagar samning við Warp útgáfuna, og hafa þeir verið á mála hjá þeim síðan.

Þegar þeir taka til við þetta samstarf er Andy Weatherall nýkominn úr Sabresonic og orðinn langþreyttur á því samstarfi og langar að gera eitthvað nýtt. Hann finnur þann sköpunarneista í Keith, sem er gamall elektró haus eins og hann. Tónlistin sem þeir gera er alveg einstök í sinni röð, en í henni ægir saman áhrifum af elektró, breakbeat, og góðum skammti af fönki - og þá meina ég dollops'o'fun! Alltaf gaman hjá þeim félögum í stúdíóinu greinilega, því þeir eru með ansi skemmtilegan húmor í gangi - bæði útfrá nöfnum laganna, og svo líka hverju þeir henda í fönksúpuna sína næst. Að mínu mati eru engir betri í því að gera eitraða funkí headnodder takta. Og mér til rökstuðnings bendi ég á The Fifth Mission og Stay Down plötuna frá 1999(Warp).

Einnig sé ég af því að skoða plötulistan þeirra að þeir hafa gefið út mikið af efni líka undir mismunandi nöfnum, mest allt eflaust á litlum labels og í litlu upplagi. En það eru nöfn eins og The Major and Brother T, Rude Solo, The Lino Squares og eitthvað fleira líka.
Hehe - ætla nú ekki rövla hérna endalaust úr í loftið um nánast ekki neitt - heldur vil ég benda þeim sem eigi hafi heyrt í Two Lone Swordsmen að bæta út því hið snarasta - þeir eru eitt besta tvíeykið í dag :)

Helstu plötur:

- The Fifth Mission:Return to The Flightpath Estate (Emissions 1996)…nauðsynlegt að heyra.


- A Bag Of Blue Sparks (Warp 1997)

- Stay Down (Warp 1998)….alger snilld!

- A Virus With Shoes (Warp 1999)

- Tiny Reminders(Warp 2000)


Farið so og kíkið á þessa drengi, þeir eiga það alveg skilið….