Dj Lucca  (Viðtal) Dj Lucca (Viðtal)


Hún byrjaði plötusnúaðar feril sinn árið 1999 og er nú ein af árangursríkustu plötusnúðum Tékklands. Árið 2002 var Dj Lucca titluð “Besti Nýliðinn” af hinu tékkneska tímariti Bassline og sama ár var hún einnig valin “Vinsælasti Plötusnúðurinn” af Tékknesku Danstónlistar Verðlaununum. Þýska tímaritið Groove valdi hana í 9. sæti “Nýliða Ársins” einnig það sama ár.

[viðmælandi] Hvernig myndirðu lýsa tónlistarstefnunni þinni?

[Lucca] Ég spila funky klúbba techno og tech house, eða þetta svo kallaða ´Naples-hljóð’.

[viðmælandi] Segðu okkur frá tékkneska tónlistariðnaðinum, var það erfitt að koma sér á fót þar?

[Lucca] Markaðurinn okkar í Tékklandi er nú frekar lítill, en öll partýin eru þó hörð og svöl. Fólk hér er að fíla meira techno, en nú er eins og trance-ið sé að verða vinsælla. Stærstu viðburðirnir hérna eru ‘Orion Hall’, ‘Hradhouse’, ‘Citadela’, ‘Summer of Love’ og svo trance partýin í ‘T-Mobile Arena’ í Prag.

Bestu klúbbarnir eru ‘Radost FX Prag’, ‘Fleda Brno’ og ‘Fabric Ostrava’.

Ég lagði hart að mér og vann mjög samviskusamlega strax frá byrjun svo það var ekki það erfitt að koma mér á toppinn í Tékklandi.

[viðmælandi] Eru margir kvennkyns plötusnúðar í Tékknesku klúbba senunni?

[Lucca] Já það eru um 10 kvennkyns nöfn á lista. Þær bestu eru LaDiDa og Miss Renny. Svo eru nokkrar góðar jungle plötusnúðar líka eins og Babe LN, Katcha og Im Cyber.

[viðmælandi] Þú spilar núna á 3 plötuspilara og notar Final Scratch. Hvernig hefur það þróað stílinn þinn? Finnst þér betra að notast við 3 spilara heldur en 2 sem er venjan?

[Lucca] Mér finnst best að nota þrjá spilara já og svo CD spilara. Final Scratch er ansi þétt líka en það þarfnast mikilar einbeitningar í notkun og því ekki alltaf hægt að notast við það. Mér finnst samt gömlu vínyl plöturnar enn bestar, það er hægt að setja upp svo magnað show með þeim, annað finnst mér eitthvað svo hrátt.

[viðmælandi] Þú og Carl Cox eruð nú vinir. Geturðu sagt okkur meira hvernig þið hittust og vinsamböndin byrjuðu?

[Lucca] Ég hitti hann fyrst þegar hann kom til að spila í bænum mínum Brno í Tékklandi og gaf honum eintak af diskinum mínum ‘Mirage 01’ á geisladisk. Hann spilaði lagið mitt ‘Latter’ það sama kvöld og ég var rosalega hissa að heyra hann spila það! Seinna hitti ég hann síðan í Vín í Austurríki og umboðsmaðurinn minn fundaði með umboðsmanninum hans í London.


[viðmælandi] Segðu okkur frá residence-inu þínu í Prag?

[Lucca] Ég hef reyndar í augnablikinu ekkert residence þar eins og er, því besta klúbbinum, Roxy, var lokað. Það er algjör synd, því nú hefur Prag engann alvöru techno klúbb, einungis nokkra litla house klúbba. Og á meðan þetta ástand er, eru bestu klúbbarnir ‘Fabric’ í Ostrava og í Brno. Það er samt athygglisvert hvað er mikið er af flottum partýjum í litlum bæjum þarna í kring. Eins og t.d. í Stare Lazne Kolin rétt hjá Prag.

[viðmælandi] Hvað finnst þér gaman að gera þegar þú ert ekki að plötusnúðast?

[Lucca] Mér finnst alltaf gaman að fara og vera nálægt sjónum þegar ég er í fríi. Ég þarf alveg að taka mér frí á þriggja mánaða fresti, það er bara betra fyrir bæði líkamann og sál að fá smá frí. Ég flutti nýlega til Prag og er því enn að leitast eftir einhverju þar eins og líkamsrækt og tennis. Svo finnst mér gaman að fara á góð veitingahús með kærastanum Jiri, og horfa á 70’s kvikmyndir.

[viðmælandi] Þú túraðir um Suður Ameríku á seinasta ári, hvað var eftirminnilegasti staðurinn sem þú fórst á?

[Lucca] Ég spilaði á mörgum klúbbum, en þeir bestu voru líklega Sirena og Lovee sem er nálægt Sao Paulo þar sem ég sá hina ótrúlegu flottu fossa.

[viðmælandi] Segðu okkur frá eftirminnilegasta klúbbakvöldi eða hátíð sem þú hefur spilað á?

[Lucca] Það er örugglega ‘Hradhouse’ í Tékklandi og ‘Soundtropolis’ í Þýskalandi. Mér fannst líka æðislegt þegar ég spilaði með Carl Cox í Tékklandi og síðan Sven Vath á ‘Abation’ í fyrra í maí.


[viðmælandi] Hver er hið besta heilræði sem einhver hefur gefið þér?


[Lucca] Vertu hæverskur og leggðu hart að þér!

Dj Lucca spilar á Nasa 3. nóvember í boði Techno.is!