no request @ sjallinn 16.09.06 no request
í upphafi sumars 2006 hóf göngu sína útvarpsþáttur á útvarpstöðinni Voice 987 sem hefur það að markmiði að spila danstónlist fyrir akureyringa og netverja sem fara á heimasíðu útvarpsins www.voice.is
við sem stöndum að þættinum með hjálp útvarpsstöðvarinnar og Einars tæknimans hjá nýherja ákváðum að halda allvöru klúbbakvöld á Akureyri til að sjá hvort fólk mundi hafa áhuga á að mæta.
Við fengum Sjallann frægasta skemmtistað Akureyrar til að lána okkur þak yfir höfuðið, nýherji útvegaði okkur allvöru hljóðkerfi til að setja upp á móti hljóðkerfinu sem er fyrir í sjallanum, lokuðum staðinn af þannig að dansgólf mundi myndast augljóslega og setum á alla veggi drapperingar til að hljóðeinangra staðinn til fulls.
Markmið kvöldsins var að fá fólk til að koma og skemmta sér vel þó að það sé ekki hljómsveit sem standi á sviðinu og spili sitt program heldur DJ´s sem fá að spila og skapa sína stemmingu.
Kvöldið var spilað af plötusnúðum sem hafa verið að spila á Akureyri stóran hluta af ferli sýnum og hið skemmtilega gerðist að það var mjög góð mæting og stemingin var ólýsanleg, Sound-ið, fjöldinn, stemmingin og fjörið var svo mikið að á timabili sást ekki fólk í húsinum nema á gólfinu sem sjaldan hefur séðst í sjallanum á laugardagskvöldi.
Og er hægt að hætta núna (nei) verðum við ekki að reyna að gera meira og meira? (Jú) svo núna er komið að þvi að halda kvöld númer 2.
Það er búið að fá hljoðkerfi og plötusnúða, draperingar og allvöru dansgólf. Núna er bara fyrir þig að mæta og skemmta þér jafn vel og allir þeir sem mætu síðast….no request sjallinn 16.sept. Dj Jonfri + Dj Leibbi.