AF PZ.is:

Laugardagskvöldið 2.september verður “Dansa Meira” Party Zone kvöld á Barnum þar sem við stillum upp engu smá úrvalsliði. Breski lagasmiðurinn, súperremixarinn og plötusnúðurinn Ewan Pearson mun þá loksins koma fram hér á landi eftir þónokkra bið eftir kappanum. Hann mun koma fram ásamt einvalasnúðum af 101 svæðinu; þeim Alfons x, Margeiri og Andrési. Diskurinn “Dansa Meira #2” mun sömuleiðis fara í dreifingu þetta kvöld.

Það er Margeir sem setti hann sama en í fyrra dreifðum við frábærum disk kenndum við “Dansa Meira” partyröðina sem við héldum í fyrrasumar á flottustu börum bæjarins. Nú er hinsvegar ætlunin að halda eitt partý undir þessu nafni, grand síðsumarspartý með erlendum gesti af stærri gerðinni ásamt því að dreifa nýjum diski í hurðinni.



Það kunna margir að reka upp stór augu og spyrja hvernig þetta er gerlegt og af hverju svona kvöld er ekki haldið á stórum stað og með miðasölu.

Með hjálp Bacardi, Barsins og góðra manna þá tókst okkur ætlunarverkið…að halda nett overkill partý á Barnum. Við verðum með nánari fréttir þegar nær dregur hvernig fólk getur tryggt sér aðgang á kvöldið.


Pearson er frábær plötusnúður og pródusant. Hann hefur átt ófá lögin inná PZ listanum bæði sem remixari og lagasmiður. Hann setti saman einn albesta mixdisk síðasta árs (nánar http://www.allmusic.com/cg/amg.dll?p=amg&sql=10:0y7zefek4gf4) . Ég bendi einfaldlega fólki sem les þetta að spyrja plötusnúðana sem hafa verið að spila í PZ út í kappann og lofum við lofræðu.


Nánar: http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=43032683

-tilvitnun lýku