Gabriel & Dresden - Tveir af bestu plötusnúðum heims um þessar mundir! Hinir einu sönnu Josh Gabriel og Dave Dresden, eða dúóið Gabriel & Dresden, ætla að trylla dansþyrsta íslendinga á Broadway föstudaginn 25. ágúst. Plötusnúðarnir, sem eru frá San Francisco, hafa slegið í gegn um heim allan og hafa þeir tekið ákvörðun að koma til íslands og spila á Flex Music kvöldi á Broadway. Skemmtistaðnum verður breytt í alvöru klúbb þar sem ýmsar breytingar verða gerðar á staðnum svo hann henti klúbbakvöldi sem best.

Gabriel & Dresden hafa unnið með heimsþekktum listamönnum á borð við Annie Lennox, Dido, Sara Mclachlan, Britney Spears, Maddona, Paul Oakenfold, DJ Tiesto og fleirum. Þeir semja melódíska danstónlist sem einkennist af fallegum tónum og ótrúlegum röddum. Ásamt því að hafa samið stefið fyrir Nip/Tuck sáu þeir um titillag óskarsverðlaunamyndarinnar Brokeback Mountain. Sem plötusnúðar hafa þeir túrað um heiminn og spilað á flottustu klúbbum og skemmtunum heims. Þeir eru staddir í 29. sæti heimslistans yfir bestu plötusnúði heims um þessar mundir og eru á hraðri uppleið. Til þess að heyra nýjustu plötu strákanna getur þú farið á á http://www.soundmail.org/gabrielanddresden og hlustað.

Ekki missa af frábæru klúbbakvöldi á Broadway föstudaginn 25. ágúst.