TECHNO.IS útvarpsþátturinn færist yfir á miðvikudaga.
Ath. dagsskrá með LUKE SLATER, MARCO BAILEY og
Misstress Barbara í komandi þáttum.
Heil og Sæl.
Það gleður okkur að kynna til leiks nýjann tíma fyrir
útvarpsþáttinn techno.is en hann er ekki lengur á
fimmtudagskvöldum eins og vanalega.
Þátturinn hefur verið færður yfir á miðvikudagskvöld
kl. 22.00 og verður sem áður í tvær klukkustundir, eða
til miðnættis.
Techno.is er að sjálfsögðu á hinni nýju og fersku
útvarpstöð Flass 104,5 en hún verður vinsælli með
hverjum deginum.
Í þættinum er tekinn púlsinn á því hvað er í gangi í
technomenningunni í dag og spilaðar eru syrpur eftir
erlenda og innlenda tónlistarmenn og plötusnúða.
Einnig er fjallað um næstu danstónlistarviðburði
hérlendis og komandi techno.is eru kynnt í bak og
fyrir.
Dagskrá næstu þriggja þátta er sem hér segir og ætti
enginn að missa af þessu.
26.júlí.2006.
Spiluð verður upptaka frá því þegar MARCO BAILEY gerði
allt vitlaust á Nasa 3.mars síðastliðinn en Exos
kláraði kvöldið allhressilega þannig að þátturinn
verður í þéttari kanntinum næsta miðvikudagskvöld.
2.águst.2006
Misstress Barbara kom til Íslands í fjórða sinn
4.nóvember 2005 og spilaði fyrir stappfullum Nasa við
frábærar undirtektir. Þetta var tekið upp og verður
spilað fyrir ykkur annan águst.
9.águst.2006
Íslandsvinurinn Luke Slater kom til landsins í vor og
spilaði á vegum techno.is á Nasa. Kappinn spilaði bæði
gamalt og nýtt efni og hélt uppi gríðarlegri
klúbbastemmningu. Upptakan frá þessu kvöldi verður
spiluð í techno.is þættinum á flass 104,5
miðvikudagskvöldið níunda águst.
Við viljum þakka öllum tónlistarmönnum og plötusnúðum
sem hafa stígið á stökk í techno.is kærlega fyrir sitt
framlag og að sjálfsögðu ykkur hlustendur góðir fyrir
áheyrnina.
Exos, Tómas Thx, Bjössi Brunahani, Óli Ofur, Richard
Cuellar, Jónfrí, Steinar A, Gus Gus Djs, Thor, Oculus
Dormans (LIVE), Ajax, Christian Varela, Roni Size,
Luke Slater, Ben Sims, Fixia, and more and more….
….and more to come….
www.techno.is
www.myspace.com/technois
www.techno.is.minnsirkus.is
www.exosmusic.com