Raftónlistarveisla í Ágúst


Hinn virti raftónlistarmaður Peter Andersson mun leggja leið sína til landsins þann 11.ágúst og mun spila á Grand Rokk, og hugsanlega aðra tónleika um daginn með öðru verkefni sínu

Peter Andersson er þekktur undir nafninu Raison Detre og er á samning hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Cold Meat Industry. Andrúmsloftið hjá Raison Detre er hreint útsagt magnað, draumkendir og myrkri tónar sem skapa rólegt umhverfi en jafnframt ógnvekjandi. Á meðan tónar hans munu heyrast mun Peter svo vera með myndbrot í gangi sem vekja upp enn meiri stemmningu. Eitthvað sem áhuga fólk um raftónlist, eða bara tónlist yfir höfuð ættu ekki að láta fara framhjá sér!

Tóndæmi er að finna á

www.coldmeat.se og
http://raisondetre.coldmeat.se/

Hljómsveitin Gjöll mun svo hita upp á Grand Rokk en þeir hafa verið að fá góða dóma fyrir afurð sína “The way trough Zero” sem kom út á Ant Zen útgáfunni fyrir ekki svo löngu, Inniheldur Sigga Pönk úr Forgarðinum með dramatískan upplestur á ljóðum sínum og Jóa úr Reptilicus sem framkvæmir andrúmsloft og hávaða í kringum angist Sigurðar.

Tóndæmi

http://www.ant-zen.com

Önnur upphitunarbönd eru ekki staðfest einsog er. En það mun ráðast á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynna sér þetta og mæta svo á Grand Rokk þann 11.ágúst og falla í þá ótrúlegu stemmningu sem þar á eftir að skapast!!

Nánari upplýsingar koma svo fljótlega!

Hjalti