FRÉTTABRÉF WWW.BREAKBEAT.IS
:: Tjútt #1 - Breakbeat.is á Café 22 - Fimmtudagskvöldið 6. september - 21:00-02:00 (18 ára aldurstakmark)
Þykkustu jungle og breakbeat tónarnir halda áfram að hljóma á hinum mánaðarlegu Breakbeat.is kvöldum. Á næsta kvöldi verður endurbætt hljóðkerfi á Café 22 tekið í notkun, DJ Shroom stígur fram í sviðsljósið og Breakbeat.is krewið lætur að sér kveða. Að venju er miðaverðið aðeins 300 krónur [500 kr. eftir 23:00] og lágmarks aldur fyrir inngöngu er 18 ár. Skilríki takk!
:: Tjútt #2 - Fish & Chips (UK) á Thomsen - Föstudagskvöldið 7. september - 23:00-03:00 (18 ára aldurstakmark)
Breski næturklúbburinn Fish & Chips herjar á Reykjavík. Fasta plötusnúður klúbbsins, Pete Griffith, treður upp á Fish & Chips kvöldi á Thomsen föstudagsvköldið 7. september og kynnir íslendingum fyrir alvöru deep-fried funk, rude beatz, jungle & battered breaks stemmningu. Pete Griffith hefur spilað á nokkrum vel völdum klúbbum á Bretlandseyjum og í Amsterdam, en spilar mest á Fish & Chips sem staðsettur er í Liverpool, skammt frá ofurklúbbnum Cream. ATHUGIÐ: Fish & Chips kvöldið hefst stundvíslega klukkan 23:00 og stendur aðeins til 03:00. Í þetta eina sinn verður 18 ára aldurstakmark á Thomsen. Miðaverð er 500 krónur…en MEÐLIMIR Á PÓSTLISTA BREAKBEAT.IS fá 2 FYRIR 1 fyrir klukkan 01:30.
:: Nýtt á Breakbeat.is
Fullt af nýjum fréttum, plötudómum (Metalheadz-Platinium Breaks #3, Omni Trio breiðskífan og fleira bitastætt) og ný Könnun. Minnum svo alla á Getraunina þar sem hægt að næla sér í eintak af hinum tvöfalda nu skool breakz safndisknum, Botchit Breakz 4 frá Botchit & Scarper. Tveir diskar eru í boði fyrir þá sem svara laufléttum spurningum rétt.