—Tekið af PZ.is—
Það hefur nú verið staðfest að þýska house og techno tröllið, Timo Maas, sem átti lag ársins í fyrra hjá okkur og flestum miðlum danstónlistarinnar erlendis mun vera gestur okkar í Party Zone á afmælishátið þáttarins þann 06.október næst komandi sem verður á Gauki á Stöng.
Ætlunin er að setja inn á vefinn mjög fljótlega kynningu á kappanum ásamt helstu lögum sem hann hefur komið nálægt. Fylgist líka með þættinum næstu vikur.
****************
Loksins er komið að því að þessi maður komi á klakann og geri allt vitlaust og mæli ég eindregið með því að allir danstónlistarunnendur sem hafa aldur ;) sjái þennan mann að störfum.
Hér eru nokkrir titlar frá Kappanum sem hægt er að nálgast á audiogalaxy.com
Azzido da bass - Dooms Night (Timo Maas mix)
Timo Maas presents Mad Dogs - Better make room
Ubik - The Dance
Placebo - Special K (Timo Maas mix)
Poseidon - Supertransonic (Timo Maas mix)
Svo eru mixdiskarnir tveir nokkuð þéttir en þeir heita:
Timo Maas - Connected
Timo Maas - Music for the Maases
Einnig er hægt að nálgast sett með kallinum og mæli ég með:
Timo Maas live @cream Liverpool 31.12.00