Tjahá… harðjaxlarnir í Prodigy virðast vera að koma sér í gírinn aftur því þeir frumfluttu tvö lög á þessum fáu tónlistarhátíðum sem þeir spiluðu á í síðustu viku. Þau voru að sjálfsögðu tekinn upp af tónleikagestum og eru nú þegar farinn að sjást á Audiogalaxy og á fleiri stöðum. Lögin heita Nuclear og Trigger og virðast félagarnir vera farnir að fara út í aðeins harðari efni en síðast. Trigger er eins og blanda af Diesel Power og Climbatize og er hreint stórfínt en Nuclear er bara argasta pönk að mínu mati, og alveg sæmilegt (kannski lítið að marka því upptökurnar eru ekki neitt stórgóðar). Fyrir þá sem ekki vita þá er vona á nýrri plötu frá þeim snemma á næsta ári og kemur hún til með að heita “Always Outnumbered, Never Outgunned”. Þess má einnig geta að Prodigy eru komnir með nýjann gítarleikara (eða öllu heldur gítarleikkonu) til að spila á tónleikum hjá sér en það er engin önnur en Alli úr Fifth Amendment.
Annars mæli ég endilega með að þið leitið að þessum lögum því mér finsnt þau í góðu lagi (þá sérstaklega Trigger).
Og hananú!!