Það hefur verið hefð undanfarin ár að framleiða þemaþátt um páskana. Nú um páskana munum við fara eftir vilja hlustenda samkvæmt könnun sem við settum hér á vefinn fyrir áramót. Niðurstaðan var 95´special, þ.e. tónlist frá dansárinu mikla 1995. Í hugum margra er árið 1995 stærsta danstónlistarár sögunnar, allavega hér á landi, stundum nefnt árið þar sem senan sprakk!.
Við erum þegar byrjaðir að grúska í skjölum þáttarins og þar er náttúrulega árslistinn 1995 besta heimildin. Við bendum fólki á sem vill hjálpa okkur að senda okkur ábendingar og tillögur. Góðar sögur frá þessum tíma um atburði og uppákomur væru vel þegnar sömuleiðis.
Árið 1995 var náttúrulega með stærstu árum þáttarins sömuleiðis þar sem við höfðum mikla hlustun, gáfum út tvo vinsæla safndiska og héldum nokkur risakvöld. Uxahátíðin markaði síðan ákveðin tímamót í danslífi landans.
Nánar á www.pz.is
Á dagskrá Laugardagskvöldið 15.apríl kl 19:30-22:00 á Rás 2.
Það væri ekki leiðinlegt að starta umræðu hér um þetta þema.