Það verður alllt vitlaust á Grandrokk 1.april þar sem plötusnúðar techno.is gera allt brjálað enda hljóðkerfi staðarinns alveg til fyrirmyndar.
TECHNO.IS kynnir
dj richard
dj oli ofur
DJ EXOS
DJ BJÖSSI BRUNAHANI
DJ STEINAR A
@ Grandrokk 1. april 2006.
kl 00.00 - 05.00
kr. 500
Dj Richard Cuellar hefur spilað mikið undanfarið og komið fram á flestum skemmtistöðum Reykjavikur eins og Broadway, Grandrokk og Nasa þar sem kappinn spilaði á sama kvöldi og Misstress Barbara og Timo Maas.
Einnig er Richard orðinn tíður gestur í dansþætti þjóðarinnar Party Zone og heldur upp sinni eigin heimasíðu http://www.richardcuellar.com/ en þar má finna glænýja syrpu efir þennan frábæra plötusnúð.
Dj Óli Ofur er einn sá færasti í bransanum á Íslandi en hann hefur spilað út um allt land en þó mest í Reykjavik og hefur spilað með Gus Gus á Nasa, Adam Beyer á broadway og kom einnig fram á Pravda síðastliðna airwaves hátið þar sem hann olli mikklu fjaðrafoki. Hér að neðan er hlekkur sem hefur að geyma fullt af syrpum eftir Dj Óla Ofur.
http://gegnsae.dansspor.is/oliofur/
Exos er maðurinn á bakvið techno.is ásamt Tómas Thx en hann hefur spilað heilmikið að undanförnu og hefur verið einn fremmsti techno plötusnúður landsins síðastliðin ár. Exos sér um útvarpsþáttinn techno.is sem er alla fimmtudaga milli 22.00 -00.00 á flass 104,5. Exos hefur spilað mikið hér heima og einnig erlendis og gefið út heilmikið af breiðskífum og smáskífum eins og sjá má á gagnagrunni hanns hér :
http://www.discogs.com/artist/Exos
Einnig er hægt að skoða heimasíðu kappans hér
http://www.exosmusic.com
Og hér er frábær syrpa eftir Exos sem hægt er að sækja:
http://www.techno.is/musik/mix_set/exos/exos_do_not_sleep_radio_1.mp3
Bjössi Brunahani hefur legið huldu höfðu um þónokkurn tíma en um er að ræða einn færasta plötusnúð íslendinga fyrr og síðar. Bjössi spilaði mikið með Dj Frimanni á Thomsen tímabilinu góða og hefur spilað með tónlistarmönnum á borð við Luke Slater, Christian Smith og Carl Craig. Bjössi hefur spilað á öllum helstu skemmtistöðum Reykjavikur sem hafa verið kenndir við danstónlist, þar á meðal á Tunglinu, Rósenberg og Tetris sem var og hét.
Dj Steinar A er alltaf að þróa stíl sinn áfram og kemur stöðugt með nýjar hugmyndir, nýja tækni or ferskan innblástur. Hann er býr yfir mikilli færni á hinum margrómaða Pioner 600 dj mixer og er edlsnöggur að blanda tónlistinni saman. Útkoman er drífandi technokeyrsla sem fær hvern sem er til að hreyfa sig. Steinar hefur spilað á stöðum í Reykjavik eins og á broadway, Pravda og spilar á aðalhæð Nasa með Luke Slater í maí 2006.