Deep Dish á íslandi 12 apríl @ Nasa  páskar 2006 Deep Dish er á leiðinni til islands í fyrsta skipti, ! Flex Music er að leggja lokahönd á að skipuleggja stærsta Klúbbakvöld frá upphafi ! sem haldið verður á skemmtistaðnum Nasa núna um páskana miðvikudagskvöldið 12 apríl (daginn fyrir skírdag)

Deep Dish eru 2. plötusnúðar sem koma frá Washington DC & Iran og kalla sig Ali & Sharam (eða oftast þekktir sem Dubfire og Sharam.)

Og koma þeir fram saman, eða í sitt hvoru lagi og spila

Dubfire (Ali) er sá sem kemur fram á Nasa ásamt Grétari G á þessu kvöldi.

Þeir hafa margoft unnið til Grammy verlauna meðal annars fyrir besta danslagið og bestu dansplötuna.

Einnig lentu þeir í 2 sæti yfir bestu plötusnúða veraldar! af hinu virta tímariti Rolling Stones Magazine

Í dag eru þeir í 5 sæti á heimslistanum! hjá Dj.list sem er virtasta og stæðsta plötusnúða upplýsingasíða heims www.thedjlist.com
www.deepdish.com
Saman hafa þeir endurhljóðblandað (Remixað) lög eftir fjölda listamanna eins og Madonnu ,Rolling Stones ,Depeche Mode , Dido ,Janet Jackson , Justin Timberlake , ofl ofl og eru þeir orðnir eftirsóttustu og virtustu endurhlóðblandaarnir í bransanum í dag, einnig hafa þeir spilað á nánast öllum stæðstu klúbbum og hátíðum í heiminum í dag og til dæmis hefur fatahönnuðurinn Versace fengið þá margoft til að spila á tískusýningum hjá sér í París , Róm , og Milanó. og einnig voru þeir um tíma að hita upp fyrir Madonnu! eftir að þeir endurhlóðblönduðu (Remixuðu) lag eftir hana sem vann grammy verðlaun fyrir besta remixið það árið . þeir hafa einnig gefið út fjöldann allan af geisladiskum og mikið af lögum sem hafa ratað inná topp 10 á vinsældarlistum um allan heim , þeir áttu danshittarann ,,flashdance,, sem gerði allt vitaust á öllum útvarsstöðvum í sumar og víðar, einnig var þetta mest selda lag á apple.com heimasíðunni sem selur lög til þess að setja inná i-pod

Þeir gáfu út nýja breiðskífu á árinu sem ber heitið ,George is on, og eru þeir búnir að fylgja henni eftir allt þetta ár og spila á klúbbum um allan heim í kjölfar útkomu þessa nýja disks og island er næsti viðkomustaður.

Þetta er klárlega stærsti viðburður frá upphafi í dansmenningu íslendinga. Hafa þeir félagar í Flex Music undanfarið flutt inn fullt af plötusnúðum og verið með svokölluð Klúbbakvöld á Nasa og hreinlega gert allt vitlaust og fyllt húsið hvað eftir annað! , þar má meðal annars nefna Nick Warren, Max Graham, King Unique ofl en nú er stæðsti viðburður sögunnar framundan í þessum geira og verið er að skipuleggja þetta á fullu. Og verður þetta kvöld með þónokkuð öðru sniði en venjulega, þar sem sett verður upp sérstaklega fyrir þetta kvöld svokallað Lazer ljósashow og einnig verður hljóðkerfið stækkað til muna! Þess má einnig geta að oft hefur verið reynt fa Deep Dish til landsins en vegna gríðarlegra vinsælda þeirra, og mikils kostanaðar hefur það alldrey gengið eftir. fyrr en nú. Þeir eru bókaðir hverja einustu helgi allt árið fram í tímann enda svokallaðar ,,Súperstjörnur,, En þar sem þetta kvöld er á miðvikudegi þá gekk þetta loksins eftir

Hér eru uppl um tilnefningar og sigra á tónlistarsviðinu sem þessir snillingar hafa hlotið.

1.sæti Grammy Awards árið 2002 fyrir bestu endurhlóðblöndunina (remix) á laginu ,,thank you,, eftir Dido

1 sæti International Music Awards árið 2005 fyrir besta ,,dance lagið,, Flachdance

1.sæti Dance Star USA árið 2004 fyrir bestu safnplötuna ,,Global Underground025,, & Besti DJ,

1. sæti Ibiza DJ Award árið 2004 fyrir besta ,,live,, settið á árinu

1 sæti Muzik Magazine SAS árið 1998 fyrir best international DJ

1 sæti sem ,,heitasta Dj bandið,, árið 2001 af Rolling Stone magazine

Tilnefndir til Grammy verðlauna fyrir besta danslagið árið 2005 ,,say hello,,

Tilnefndir til Grammy verðlaunana fyrir bestu endurhlóðblöndun (remix) ársins 2001

Tilnefndir til Dance Star Usa awards árið 2004 fyrir bestu endurhlóðblöndun ársins á laginu ,,let,s get ill,, eftir P.Diddy.

Tilnefndir til Dance Star Usa Awards árið 2003 fyrir bestu endurhlóðblöndunina á laginu ,,like I love you,, eftir Justin Timberlake

Ofl ofl smærri viðurkenningar og tilnefningar

Þetta kvöld er eitthvað sem unnendur góðrar danstónlistar mega alls ekki láta fram hjá sér fara enda í fysta skipti sem DJ af þessari stæðrargráðu mætir til islands



Forsala á þetta kvöld byrjar laugardaginn 01 apríl og fer fram í þrumunni Laugarvegi og á www.midi.is það er betra að ná sér í miða í tíma á þennan viðburð þar sem takmarkað miðaupplag verður í boði

bestu kveðjur // Flex music //
———————-