Síð-útgáfutónleikar Tonik á Gauknum 22.febrúar ásamt mono/noise Miðvikudaginn 22.febrúar verða síð-útgáfutónleikar Tonik á Gauk á Stöng, en þar verður flutt platan ‘And the beat goes on’ sem kom út fyrir fjórum mánuðum.
Anton Kaldal Ágústsson er hausinn bak við Tonik. Tónlistina má flokka sem tölvutónlist með einstaka lifandi hljóðfærum, enda munu gitarleikari bassaleikari aðstoða kappann. Og ef tæknin er ekki með kjaft, þá verður eitthvað visjuel dót.

mono/noise er skálkaskjól Hilmars Már Gunnarssonar til raftónlistargerðar, en hann mun sjá um upphitun. Áhrif eru meðal annars almennings samgöngur, mexíkanskur matur og barátta hina ýmsu tækni maskína við mannlegt eðli. Afraksturinn er naumhyggjuleg svuntuþeysara músík sem flakkar á milli 75 til 100 slaga á mínútu í hressandi sveiflu.

Húsið opnar 21:00, lætin hefjast 22:00 og 500 kr. inn.

Tóndæmi má finna á
http://www.myspace.com/mnoise
http://www.myspace.com/tonikmusic
http://www.beatmaka.com/tonik