Að mínu mati er besta plata allra tíma í elektóníkinni LFO með LFO. Þessi plata hefur líklega haft hvað mest áhrif á mig í því að snúa mér yfir í elektróník. Áður var það Duran Duran, Cure, Pixies, Kiss, Michael Jackson, Prince og svoleiðið lið. Mark Bell er snillingur með elektróník. Önnur plata sem skiptir miklu máli er Shutov Assembly með Brian Eno. Hann er snillingur fram í fingurgóma og er þessi plata sem kom fyrst út árið 1994, eitt af hans bestu verkum. Incunabula með Autechre er líka hrein og bein snilld. Einn af hæstu punktum elektóníkinnar. Hægt að hlusta á þá plötu endalaust. Allt efni sem hefur verið gefið út með Aphex Twin, Atom Heart, Snd, Mike Ink og fleiri köllum er snilld þannig að listi yfir bestu breiðskífu allra tíma gæti vel rúmað yfir 500 plötur!, En hver hefur tíma til þess að standa í því.