Ég var að kaupa disk í þruminni í dag sem heitir Inthemix.05 og er tvöfaldur mix diskur Tiga mixar fyrsta og Ajax mixar seinni. Ég hef aldrei heyrt um þennan Ajax áður en ég hlustaði stutt á þennan disk og líkaði strax svo ég var ekki lengi að fjárfesta í honum. Þessi diskur er hreinasta snilld og algjört möst í safnið hjá hverjum sem fílar raftónlist. Þetta electro clash fílingur á þessum disk. Flottir taktar með góðum Acapellum.
Ég las inní bæklinginum á diskum og þar stendur að Ajax sé einn af heitustu dj-unum í Ástralíu. Hann byrjaði að spila ´96 og síðan þá hefur hann3 sinnum verið kosin besti dj í Ástralíu af 3Dworld. Og núna 2005 tókst honum að komast á topp 5 Technics inthemix50.
Þetta er það flottasta sem ég hef heyrt í langan tíma og heitir electro tónar hérna á ferð. Tiga er þekktur fyrir að mixa lögum vel saman og er ekkert feimin við að spila 2 lög í einu og passa þau vel saman. Og er Ajax ekkert síðri.
Ég hef lengi verið aðdáendi af Techno og dj-ar eins og Adam Beyer, Umek, Dave Clarke, Richey hawtin og margir fleiri verið í uppáhaldi. Síðan fíla ég líka Drumm og Bass og House tónlistan þar helst: Deep Dish, Hernan Cattaneo. En mér finnst electro-ið best í dag.
Tiga og Ajax hafa verið að túra núna í Nóvember og væri það algjör draumur að fá þá báða hingað á klakann þótt mér þykir ólíklegt að þeir koma báðir. En ég væri vel sáttur að fá annan þeirra.
Ég hvet alla sem hafa einhvern áhuga á raftónlist. Þetta er algjör Party diskur og virkar samt eiginlega við alla aðstæður góður í bílinn, í tölvunni og hvar sem er. hvet alla að skreppa niður í Þrumuna og fjárfesta þennan disk allanvegan að hlusta á hann…!!
Vonandi líkaði ykkur greinin mín takk fyrir
http://www.tranzfusionrecords.net/product.asp?intProductID=648884&intArtistID=213565
http://www.inthemix.com.au
“Let me show you the world in my eyes”