Tiga & Ajax Inthemix.05 (algjört möst) Hæ, ég var að kaupa mér disk í dag með Tiga og gaur sem heitir Ajax, nei ekki íslenska bandið. Ég gerði könnun hérna um daginn um hvort fólk vildi fá Tiga til landsins og Það voru þó margir sem vissu ekki hver hann var. Tiga er daltið mikið í uppihaldi hjá mér. Þess vegna ætla ég að skrifa hérna stutta grein um hann. Lögin hans og Remix eru mjög góð. Diskar eins og DJ Kicks og Mixed Emotions eru frábærir frá A-Ö en maður þarf að hlusta nokkrum sinnum á þá til að fíla þá. Þeir verða semsagt alltaf betri og betri.

Ég var að kaupa disk í þruminni í dag sem heitir Inthemix.05 og er tvöfaldur mix diskur Tiga mixar fyrsta og Ajax mixar seinni. Ég hef aldrei heyrt um þennan Ajax áður en ég hlustaði stutt á þennan disk og líkaði strax svo ég var ekki lengi að fjárfesta í honum. Þessi diskur er hreinasta snilld og algjört möst í safnið hjá hverjum sem fílar raftónlist. Þetta electro clash fílingur á þessum disk. Flottir taktar með góðum Acapellum.

Ég las inní bæklinginum á diskum og þar stendur að Ajax sé einn af heitustu dj-unum í Ástralíu. Hann byrjaði að spila ´96 og síðan þá hefur hann3 sinnum verið kosin besti dj í Ástralíu af 3Dworld. Og núna 2005 tókst honum að komast á topp 5 Technics inthemix50.

Þetta er það flottasta sem ég hef heyrt í langan tíma og heitir electro tónar hérna á ferð. Tiga er þekktur fyrir að mixa lögum vel saman og er ekkert feimin við að spila 2 lög í einu og passa þau vel saman. Og er Ajax ekkert síðri.

Ég hef lengi verið aðdáendi af Techno og dj-ar eins og Adam Beyer, Umek, Dave Clarke, Richey hawtin og margir fleiri verið í uppáhaldi. Síðan fíla ég líka Drumm og Bass og House tónlistan þar helst: Deep Dish, Hernan Cattaneo. En mér finnst electro-ið best í dag.

Tiga og Ajax hafa verið að túra núna í Nóvember og væri það algjör draumur að fá þá báða hingað á klakann þótt mér þykir ólíklegt að þeir koma báðir. En ég væri vel sáttur að fá annan þeirra.

Ég hvet alla sem hafa einhvern áhuga á raftónlist. Þetta er algjör Party diskur og virkar samt eiginlega við alla aðstæður góður í bílinn, í tölvunni og hvar sem er. hvet alla að skreppa niður í Þrumuna og fjárfesta þennan disk allanvegan að hlusta á hann…!!

Vonandi líkaði ykkur greinin mín takk fyrir

http://www.tranzfusionrecords.net/product.asp?intProductID=648884&intArtistID=213565
http://www.inthemix.com.au
“Let me show you the world in my eyes”