Airwaves @ Pravda 21. - 22. OKT. Electronik / DanzeMusik

AIRWAVES kynnir Electronik / DanzeMusik

Helgin 21. - 22. Oktober.
Á skemmtistaðnum Pravda (neðri hæð).


Föstudagur 21. okt.

Pakku (21.00)
Frank Murder (22.00)
Biogen (23.00)
Adron (00.00)
Plat (01.00)
Donna Mess (02.00)
DJ Óli Ofur (03.00)
Exos (04.00 - 05.00)

Laugardagur 22. okt.

Nortón (21.00)
Beat MakinTroopa (22.00)
Steve Sampling (23.00)
Tonik (00.00)
Mastermind presents Icelandic Swing Or.(01.00)
Oculus Dormans (02.00)
Dj Thor (03.00)
Dj Aldís (04.00)
Dj Steinar A (05.00-05.30)



Föstudagur.



Frank Murder

Frank Murder er einn af þekktari raftónlistarmönnum landsins en kappin hefur spilað út um allt í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann semur athyglisverða og hrífandi raftónlist sem minnir helst á … Frank murder. Hann hefur gefið breðskífu á sinni eigin útgáfu og endurhljóðblandað eftir tónlistarmanninn Speedy J. Hann er einmitt á bakvið nýjan útvarpsþátt á Xinu á mánudagskvöldum er ber nafnið Rafræn Reykjavik.

Biogen

Biogen er afi raftónlistar Íslands,..eins og hún þekkist í dag. Ef við mundum velja einn raftónlistarmann til að kynna raftónlist fyrir öðrum sólkeerfum þá væri Biogen sendur.
Óratími er síðan Bogen steig á stokk þannig að engin ætti að missa af hanns þáttöku á airwaves 2005.

Adron

Adron er ferskasti dúett rafsenunar í Reykjavík um þessar mundir og minna þeir helst á sveitir eins og Autechre og Monolake.
Þeir hafa verið iðnir við að semja og hafa komið fram “LIVE” í Japan, Danmörku og eru á leið til London á næstunni. Tónlist þeirra er gríðarlega krefjandi og stórmerkileg þannig ekki missa af Adron.

Plat

Plat er einmitt það rafband sem hefur hlotið hvað mest velgengi allra rafbanda á Íslandi. Þeir túruðu um austurströnd Bandaríkjanna ekki alls fyrir löngu og spiluðu á endalausum tónleikum, gerðu stóra plötusamninga og rifu kjaft við Paris Hilton.
Plat gerðu garðinn frægan sem Heckle and Jive og áttu mörg lög sem skutust ofarlega á vinsældarlista austanhafs en tónlist þeirra má lýsa sem vitsmunarlegum og fáguðum rafbræðing í þéttum gír. Þeir ná að blanda saman áhrifum allstaðar frá en halda þó afar sérstökum frumleika.

Donna Mess

Donna Mess er án efa mest spennandi hljómsveit airwaves hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða þrjár eldheitar stúlkur sem eru að búa til taktfast electro - retro - popp í bland við brenglaða söngkunnáttur. Þetta er í líkingu við sveitir eins og kraftwerk og dopplereffect nema mun hrárra og beinskeittara. Hér kemur ekkert til greina nema skyldumæting.

Dj Óli Ofur

Dj óli Ofur er heitasti “party house music” plötsnúður Íslands en hann hefur spilað mikið í útvapsþættinum party zone að undanförnu ásamt Dj Jónfrí. Hann heldur samt sem áður ávallt stílnum sínum neðanjarðar. Óli Ofur þekkir dansgólfið betur en lófan á sér og er búinn að spila út um land allt, ásamt Gus Gus á Nasa og Adam Beyer á broadway svo etthvað sé nefnt.

Exos

Exos endar loks föstudagskvöldið með ögn þéttari tónum en hann er mun kenndur við harðari techno tónlist. Stefnan er þó tekin á electronic techouse sveiflu svona fyrst um sinn svo að veggirnir sundrist ekki strax í húsinu. Exos mun reyna að sína á sér mjúku hliðina þetta kvöldið…en lofar engu.



Laugardagur.

Beat MakinTroopa

Beat MakinTroopa er einn af stofnendum “Twisted mind cruw” sem spiluðu á airwaves í fyrra og eru þekktir sem ein flottasta hiphop sveit Íslands. Beat MakinTroopa er hins vegar sólo verkefni plötusnúðarinns Dj Pan og inniheldur instrumental hiphop bræðing af bestu gerð.


Steve Sampling

Steve Sampling a.k.a Dj Mezzo a.k.a Hiphop.is.
Steve er einn fremmsti hiphop próduser Reykjavíkur en hann hefur skemmtilegt lag á því að blanda “house-music” áhrifum í tónsmíðar sínar og úr því verður áhugaverð og framsækin blanda. Steve Sampling heldur mánaðarleg kvöld á Pravda sem heita Hiphop.is og standa undir nafni.

Tonik

Tonik er raftónlistarapparat sem hefur margbreitilegan fjölda flytjenda. En forseti Toniks er Anton Kaldal Ágústsson og er búinn að vera gera raftónlist í meira en 10 ár. Tonik fékk mikið lof fyrir plötu sem hann gaf út er bar nafnið technotæfa en meðlimir Toniks verða þrír að þessu sinni.

Mastermind presents Icelandic Swing Orcestra

Mastermind eða Twisted wizard of Oz eins og hann er kallaður kynnir hljómsveit með söngkonum og ásláttahljóðfærum. Hans rétta nafn er Ingi Þór og hefur hann verið viðriðin danstónlistarsenu Reykjavíkurborgar alveg frá því að á hann var sett bleyja. Ingi býr til þétta klúbbatónslist sem að “grúvar” áfram eins og vindurinn sjálfur og hefur kappinn spilað hér og þar í gegnum árin á klúbbum eins og Nasa, Kapital og Thomsen.

Oculus Dormans

Oculus Dormans er einn færasti techno tónlistarmaður þjóðarinnar en hann hefur verið búsettur í amsterdam og stundað nám í SAE Institute International. Hann hefur unnið tónlist með Exos og Thorhalli Skúlasyni og spilað töluvert á klúbbum í Amsterdam. Hann mun koma fram með heilt stúdío með sér þar sem hann notar hardware tæki og tól en það er orðið sjaldgæft sjón nú á dögum.
Tónlist Oculus Dormans er ótrúleg blanda af taktföstum techno tónum og öskrandi reifhljóðum þar sem bassinn er í fyrirrúmi. Ekki missa af Oculus Dormans.

Dj Thor

Dj Thor (Thorhallur Skúlason) er æðsti prestur neðanjarðar danstónlistarinnar á Íslandi og búinn að vera það síðan hann lét ljós sitt skína árið 1986 þegar hann vann hverja breakdance keppnina á fætur annari. Íslandsmeistarakeppni skífurþeytara var burstuð í kjölfarið og útvarpsþátturinn B hliðin fór í loftið. Ajax og Icerave ævintýrið settu svip sinn á senuna en eftir það fór Thor að sinna trance tónlistinni. Thule records var stofnað og Thor fór að “túra” með köppum eins og Sven Vath og Pascal Feos víðs vegar um Evrópu t.d á Love Parade 1996. Síðan hefur Thor gefið út margar plötur og spilað út um allan heim. Spennandi verður að heyra hvað kappinn hefur upp á að bjóða fyrir okkur á Pravda 22. okt. en hann spilaði síðast fyrir okkur íslendinganna ásamt Gus Gus á Nasa 24. sept.

Dj Aldís

Aldís er án efa tæknilega séð færasti kvennplötusnúður Íslands frá upphafi, það verður ekki tekið af henni. Stelpan hefur spilað á klúbbum Reykjavíkur og komið fram í party zone útvarpsþættinum þar sem hún sannaði einstaka færni. Dj Aldís sækir áhrif sín frá detroit og Þýskalandi þar sem house og techno er í fyrirrúmi. Hún kann að mynda frábæra stemmningu þar sem hún kemur fram þannig að ekki missa af Dj Aldísi á Airwaves 2005 á Pravda.

Dj Steinar A

Dj Steinar er án efa einn af undramönnum íslennskra plötsnúðageiranns en það getur kappinn sýnnt og sannað hvenar sem er og hvar sem er. Dj Steinar leggur mikkla áheyrlsu á að spila nýtt og ferkst techno með fjölbreittu ívafi. Dj Steinar byrjaði sinn feril sem house plötusnúður en fann sig betur í technotónlistinni. Dj Steinar er alltaf að þróa stíl sinn áfram og kemur stöðugt með nýjar hugmyndir, nýja tækni or ferskan innblástur.