Sadjei - Activity
Sadjei, taktsmiður Skyttanna hefur gefið út sína aðra sólóplötu og ber hún heitið Activity. Skytturnar hafa lengi vel verið þekktir fyrir að vera hiphop hljómsveit en á sólóplötu Sadjei stígur hann út fyrir ramma hiphops. Platan er að mestu byggð á sömplum og má þar greina ýmis áhrif; m.a. hiphop, breakbeat, drum n bass og rokk. Platan fæst í öllum helstu minni plötubúðum Reykjavíkur (12 tónar,þruman,Smekkleysa,Ígulker & Brim) Platan kostar litlar 1500kr. Þannig að endilega tjekkið á plötunni og styðjið íslenska framleiðslu.